Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 37
35
kynna um lausn sína ur hreinsunareldinum. Sálimar í
helvíti geta ekki birst neinum. Þykist einhver lifandi maður
sjá slíka framliðna, em þar í rauninni á ferðinni djöflar
sem tekið hafa á sig mynd hins framliðna, nema þá sjaldan
að fordæmd sál birtist fyrir bæn dýrlings.
Þessum kaþólsku viðhorfum tengist frásögn í Grænlend-
inga sögu, 6. kap. Þar ris Þorsteinn Eiríksson upp ný-
dauður til að tala við konu sína og segir: „Mér er annt
til þess, at segja Guðríði forlQg sín, til þess at hon kunni
þá betr andláti mínu, því at ek em kominn til góðra hvílda-
staða.“ Hann á eflaust við að hann sé kominn til himna.
I samstofna frásögn í Eiríks sögu rauða, 6. kap., segir
Þorsteinn hins vegar: „Guð vill, at þessi stund sé mér gefin
til leyfis ok umbótar míns ráðs.“ I þessum frásögnum renna
saman kaþólsk viðhorf og alþýðleg, þar sem líkið sjálft
talar. í Færeyinga sögu (106) birtist Sigmimdur Brestisson
framliðinn konu sinni í draumi og segir að sér sé það
„lofað af guði sjálfum“. Guði var ekkert ómögulegt.
4.3. 1 flestmn svokölluðum frumstæðum trúarbrögðum
og meðal ýmissa fomra menningarþjóða kemur fyrir trú á
yfimáttúrlegar verur sem em máttugri en menn, en standa
þó skör lægra en guðirnir, og hafa áhrif á örlög mannanna
og gang heimsins. (Henninger 1959). Kristin trú hefur
ekki farið varhluta af þessari trú, og í Nýja testamentinu
koma illir andar víða við sögu. (Schnackenburg 1959).
í kaþólskri guðfræði, m.a. í sköpunarsögunni í Elucidarius,
eru slíkir púkar taldir vera englar sem féllu með Lúsífer
er hann ofmetnaðist. Þvi hafa púkar alla hina sömu hæfi-
leika og englar, og geta m.a. birst í hvaða líki sem þeim
þóknast. Hin formlega viðtekna kenning kaþólsku kirkj-
unnar hefur ekki gert meira en viðurkenna tilveru púka,
en ekkert sagt frekar rnn eðli þeirra. Ýmsir kirkjufeður og
miðaldahöfundar hafa hins vegar sett fram kenningar í
„djöflafræði“ (daemonologia). (Rahner 1959, 145).
Eins og við sáum hér að framan, hafa sálir framliðinna