Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 77
75
fyrirboðar gangi andsælis, er það fullkomlega eðlilegt
hér og í fullu samræmi við þá þjóðtrú sem um var getið.
Enn fremur skal þess getið, að halastjörnur (kómetur)
voru til forna og á miðöldum oft taldar fyrirboði eða
orsök drepsótta og farsótta. (Reichbom-Kjennerud III
1940, 82). Kynni það að einhverju leyti að liggja að baki
urðarmánanum hér.
Það mætti láta sér detta í hug að einhver, og þá helst
höfimdur Eyrbyggju sjálfur, hafi fundið upp urðarmána
og skotið honum inn í frásögn af Fróðámndrum, en byggt
á hugmyndum sem uppi voru á hans tíma. Þó er líklegra
að þarna sé byggt á einhverri þjóðtrú rnn urðarmána, en
hún e.t.v. löguð til.
9.3. Urðarmáni hefur lifað í íslenskri þjóðtrú allt fram
á þennan dag. Mjög er misjafnt, hvað er átt við með
orðinu. Hér verður aðeins fjallað um það sem eitthvað er
skylt urðarmánanum í Fróðárundrum.
1 þjóðtrú og þjóðsögum er urðarmáni sums staðar taliuu
fylgja ákveðinna manna, og svo er alls staðar, þar sem
um hann er rætt í prentuðum þjóðsagnasöfnum. 1 þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar er sérstakur kafli um tungl-
fylgjur. (Sigfús Sigfússon III, 242). Segir þar að ýmiss
konar ljós og glampar fylgi mönnum, stundum stöðum og
jafnvel veðrum. Ljós hafi þótt góð fylgja, en ttmgl þótt
versta fylgja. Yfirleitt kallast tunglfylgjurnar urðarmáni,
en þó eru líka til heil tungl, segir Sigfús. Lætrn- Sigfús
fylgja sögu af urðarmána sem vamaði konu að komast
fram úr rúminu að Hjaltastað í Utmannasveit nóttina
fyrir komu ákveðins manns. 1 þjóðsögum Jóns Ámasonar
segir að síðan það fór að tíðkast að brenna bamsfylgjuna,
fylgi mönnum af óhræsisættum ljós eða stjama, logi eða
glampi, og þyki það allt góðar fylgjur nema Urðarmán-
inn. (Jón Árnason I 1954, 344). 1 Vestfirzkum sögnum
segir frá þvi, þegar draugurinn Bersi, sem fylgdi Kolla-