Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 73
71
hér, at setja rneim niðr í óvígða mold við litla yfirsQngva“.
(Eir. s., 216). Voru lík þeirra Þorsteins færð til kirkju í
Eiríksfjörð „ok veittir (þar) yfirsQngvar af kennimQnn-
um“ (þannig í báðum handritum sögunnar). önnur
ástæða þess að Þórgunna vill láta flytja sig til Skálholts,
er að hún veit „at þar munu nú vera kennimenn at veita
mér yfirsQngva“.
- Spádómar um kristna kirkju eða hennar menn koma
fyrir bæði í Eyrbyggju og frásögn Grænlendinga sögu af
Lýsufjarðarundrmn, þar sem Þorsteinn Eiríksson spáir
látinn um biskupa þá, sem komu af Guðriði (Grænl. s„
260). f Eiríks s. er þessi spádómur framar í sögunni, í spá
Þorbjargar lítilvölvu (Eir. s„ 208), en sá kafli hefur verið
talinn skáldskapur höfundar Eiríks s. og þess getið til,
að spádómur þessi hafi verið fluttur þangað úr frásögn-
inni um Lýsufjarðarundrin. (Sjá Ólafur Halldórsson
1978, 394-395). — Lýsing Grímhildar í Grænlendinga
sögu minnir á Þórgunnu. Grímhildur er sögð ákaflega
mikil og sterk sem karlar, er hún lagðist niður eftir
„upprisu“ sína, brakaði í hverju tré í stofunni, og bóndi
hennar þurfti að hafa sig allan við til að koma henni burt
af bænum, þó hann væri bæði mikill maður og sterkur.
Þórgimna var „mikil kona vexti, bæði digr ok há ok holdug
mjQk“ (E 139), og líkmenn misstu hana oft af hestinum.
Erfitt er að gera sér grein fyrir hugsanlegum tengslum
þessara frásagna af Lýsufjarðarundrum og Fróðárundr-
um. Áður (5.2.) er getið þeirrar tilgátu, að munnleg frá-
sögn af Fróðárundrum kunni að hafa haft áhrif á Eiríks
sögu rauða hvað varðar tengsl afturgangna og sóttar.
E.t.v. hefur slík frásögn haft áhrif á munnmælin bak við
Eiríks sögu, enda hefur sú saga verið talin rituð á Snæ-
fellsnesi. (Jansson 1944, 272). Þá má jafnvel gera ráð
fyrir víxlverkun milli frásagnanna á munnlegu stigi.
Munnmælin bak við Eiríks sögu eða hin ritaða saga sjálf
(vegna orðalagslíkinganna) hafa hugsanlega haft síðar