Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 24
22
reyndar svo skemmtilega til, að varðveist hefur frásögn af
slíkri skemmtun, eftir því sem hest verður séð. 1 Þorgils
sögu og Hafliða, 10. kap., þar sem sagt er frá hinu marg-
fræga Reykjahólabrúðkaupi árið 1119, segir að Hrólfur á
Skálmamesi hafi sagt sögu m.a. af haugbroti Þráins ber-
serks, og þarf vart að efast um það, að þar hefur verið sagt
frá átökum við drauginn, haugbúann. Má og fara nærri
um það, hve miklar reynslufrásagnir hafa legið að baki
þeirri sögu. Hér hefur verið spunnin upp frásögn eftir
almennri þjóðtrú um drauga og eldri haugbrotssagnir
sennilega hafðar að fyrirmynd. Má gera ráð fyrir því,
að svo hafi oftar verið farið að, draugasögur hafi verið
samdar til skemmtunar í samræmi við sérstaka sagnahefð
um þær.
1 Reykjahólabrúðkaupinu flutti Hrólfur alllanga sögu
fyrir boðsmönnum, sagan var eins og hvert annað skemmti-
atriði. Hér er ekki um venjulega þjóðsögn að ræða, enda
þótt hér verði haft fyrir satt að sagan hafi ekki verið
skrifuð. Yfirleitt em þjóðsagnir fremur stuttar og ein-
faldar, og oft em þær sagðar í samræðum milli manna.
(Sbr. Dégh og Vázsonyi 1973). Lengxi sögumar þurfa
meira tóm og sérstakara tækifæri, og aðeins tiltölulega fáir,
sagnamenn svokallaðir, leggja sig eftir slíkum sögum og
segja þær. (Sbr. Láestöl 1938, 83). Víða er getið um sagna-
skemmtun meðal Islendinga að forau, í brúðkaupum, á
þingum, eða á skipum að kvöldi til (Einar Ól. Sveinsson
1940, 59). Sums staðar er og getið um sagnamenn, og er
Islendings þáttur sögufróða í Morkinskinnu líklega fræg-
asta dæmið mn það. (Sjá Andersson 1964, 65-66; Jón
Helgason 1934, 109-20).
Um einstök atriði þjóðtrúarinnar styðjast menn gjaman
við frásagnir, t.d. rnn hegðun drauga og útlit. Fer því trú
hvers og eins nokkuð eftir þvi, hvaða sögur em honum
tamar. Þannig gæti t.d. draugatrúin að fomu hafa verið
eitthvað misjöfn eftir landshlutum. Tengsl þjóðtrúar og
þjóðsagna em því gagnkvæm. Draugasögumar, sem oft em