Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 46
6. REKKJUBÚNAÐUR ÞÓRGUNNU
6.1. Undirrót hinna eiginlegu Fróðárundra er sú, að
rekkjubúnaður Þórgunnu var ekki brenndur eftir lát henn-
ar. Þó hefjast undur fyrr, með blóðregninu.
Þegar Þórgunna vissi sig feiga sagði hún Þóroddi hvernig
ráðstafa skyldi fé hennar, því að hún kvaðst kalla hann
vitrastan mann á bænum. „þat mun svá fara, sem ek
segi,“ sagði hon, „þó at yðr þykki fátt merkiligt um mik,
at ek get lítt duga munu af því at bregða, sem ek segi
fyrir; hefir þetta þann veg upp hafizk, at ek get eigi
til mjórra enda þoka munu, ef eigi eru rammar skorður
við reistar.“ 1 stað „hafizk“ í V hafa 162, W og M „tekizk
með kynslum“, nema hvað M hefur „kynstrum“, og er
það sjálfsagt upphaflegra. (E 141). Þóroddur segist þykja
sennilegt að hún muni nærgæt um þetta, og heitir því að
bregða ekki af hennar ráðum.
1 sem stystu máli mælir Þórgunna svo fyrir, að rekkja
hennar og rekkjutjald, sem Þuríður hefur árangurslaust
falað af henni (E 139), skuli hrennd, en í sárabætur skuli
Þuríður fá skarlatsskikkju hennar. (E 142). Segir hún að
rekkjubúnaðurinn muni „engum manni at nytjum verða;
ok mæli ek þetta eigi fyrir því, at ek unna engum at njóta
gripanna, ef ek vissa, at nyt mætti at verða, en nú mæli
ek því svá mikit um,“ segir hon, „at mér þykkir illt, at
menn hljóti svá mikil þyngsl af mér, sem ek veit at verða
mun, ef af er brugðit því, sem ek segi fyrir“. (E 142).
Þegar Þóroddur ætlaði að brenna rekkjubúnaðinn mælti
Þuríður húsfreyja því í mót, og sagði að Þórgunnu gengi
öfund ein til og segir að engin býsn muni eftir koma.