Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 43
41
Yfirleitt voru það andar eða sálir hinna framliðnu, sem
talin voru valda sóttum og dauða. (Reichborn-Kjenn-
erud I 1928, 3). Sums staðar standa líka álfar og fleiri
verur fyrir slíku, enda eru gjarnan óglögg mörk milli
anda framliðinna og illra anda eða vætta. (Reichbom-
Kjennerud I 1928, 46-62; Einar Ól. Sveinsson 1940, 158-
59).
Þær vættir sem taldar voru valda sjúkdómum gerðu það
á margvíslegan hátt. (Reichborn-Kjennerud I 1928, 84-89).
Þær sugu mátt úr fómarlambinu, blésu, spúðu, skyrptu
eða köstuðu á það sótt, eða þær beittu ofbeldi, t.d. slógu
fórnarlambið, þrifu eða stungu í það eða bitu það, eða
þær sendu því skeyti eða köstuðu á það sótt. Um þetta em
dæmi í sjúkdómsnöfnum á íslensku og norsku, á íslensku
t.d. þursabit, öðm nafni skessuskot, og nábítur.
Þessar hugmyndir falla ekki sem best að þeirri drauga-
sagnahefð sem rikjandi var hér á 13. öld. Við sjáum t.d.
hvernig frásögn Fróðárundraþáttar verður hálf-klaufaleg
hvað þetta atriði snertir. Fangbrögð við dólginn em krafa
tímans, en hinir dauðu valda yfirleitt sóttum á óáþreifan-
legri hátt, þar sem sú þjóðtrú er lifandi. Hins vegar er
vel til, að þessi þjóðtrú hafi lifað einhvem tíma á íslandi
og gæti sem best hafa verið þeim töm, sem fyrir „Fróð-
ámndrum“ urðu.
5.4. Þeir héldu hópinn, sem létust úr sóttinni og
sauðamaður, allir þeir sem grafnir vom að kirkju. Þegar
Þórir viðleggur hafði verið grafinn, segir sagan: „sýndusk
þeir báðir jafnan síðan í einni ferð, sauðamaðr ok Þórir
viðleggr“. (E 146). Það kemur í ljós er þeir vitja eldanna,
að allir þeir sem létust í fyrstu lotu halda hópinn, „Þórir
viðleggr ok hans sveitungar sex“. (E 149). Síðan segir frá
því, að Þorgríma galdrakinn hafi sést í liði með Þóri, bónda
sínum. (E 150). Ugglaust gegnir sama máli um þá sem
létust á eftir Þorgrímu, allir sem létust hafa vitjað eldanna.
Hér liggur líklega að baki sú hugmynd, að hinir fram-