Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 40
5. SÓTT AF VÖLDUM FRAMLIÐINNA
5.1. Flestir þeir sem látast í Fróðárundnmi deyja úr
sótt. Þórgunna deyr úr sótt (E 141-42), sömuleiðis Þórir
viðleggur og þeir fjórir sem látast næst hver af öðrum á
eftir honum (E 146-47), og loks Þorgríma galdrakinn og
þau fimm sem látast á eftir herrni (E 150). Aðeins sauða-
maður og þeir sem drukknuðu með Þóroddi urðu ekki sótt-
dauðir. Þegar undrunum var komið af hafði Þuríður einnig
tekið sótt. (E 151-2).
Óljóst er, hvaða samband er milli þeirrar sóttar sem
Þórgunna lést úr og þeirrar sem varð hinum að aldurtila.
Sóttin er allta-f bráð, en orsakir virðast mismunandi. Blóð-
regnið virðist með einhverjum hætti valda sótt Þórgunnu.
Það kemur verst við hana, og þegar hún kemur heim um
kvöldið, leggst hún strax í rekkju, andvarpar og vill ekki
borða. Síðan liggur hún ekki mörg dægur áður en hún
andast. (E 141—42).
Meginskeið sóttarinnar hefst með því að sauðamaður
afturgenginn kastaði Þóri viðlegg heim að dyrum, svo hann
marðist illa. „Af þessu tók hann sótt ok (lá eigi lengi, áði
hann) andaðisk“. (Orðin innan sviga eru í M og W.)
(E 146). Sótt Þóris stafar ótvírætt af fangbrögðunum við
drauginn. Sóttin heldur áfram, uns sex eru, látnir (með
sauðamanni), en nú er þess ekki framar getið, hvernig
menn sýktust, aðeins að sóttin var bráð sem fyrr, húskarl
Þórodds „lá þrjár nætr, áðr hann andaðisk“. (E 146). Á
tímabilinu frá jólaföstu og fram yfir jól, þangað til nauts-
rófan hafði birst, lá svo sóttin niðri. Þá endumýjaði sóttina
án sýnilegra orsaka, Þorgrima galdrakinn tók sótt, „hon lá