Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 80
10. SAUÐAMAÐUR OG ÞÖRIR VIÐLEGGUR
10.1. Eftir að urðarmáninn hafði birst tók sauðamaður
að hegða sér undarlega, hann blandaði ekki geði við annað
fólk og talaði við sjálfan sig. Eða eins og segir í sögunni:
„sauðamaðr kom inn með hljóðleikum miklum; hann
mælti fátt, en af styggð þat er var; sýndisk monnum
þann veg helzt sem hann myndi leikinn, því at hann fór
hjá sér ok talaði við sjálfan sik“. (E 146). I stað „styggð“
hefur W „þjósti“ (GV, 98), og í stað „hjá sér“ hefur W
„mjQk einn samt“ (E 146).
Þetta er upphaf hinna eiginlegu Fróðárundra. Hinum
langa aðdraganda, þar sem m.a. eru tveir fyrirboðar, blóð-
regn og urðarmáni, er nú lokið.
Þessi upphafsþáttur er meðal hinna dularfyllri í Fróð-
árundrum. Hann virðist í litlum tengslum við það sem
á undan er komið. Ekki verður séð að hann sé í beinum
tengslmn við rekkjubúnað Þórgunnu, því að ætla má að
kynleg hegðun sauðamanns standi í sambandi við það,
að hann er meira á ferli úti við í myrkri en aðrir. Þessi
þáttur er einnig ótengdm- aðalvettvangi imdranna, eld-
húsinu á Fróðá, sem urðarmáninn var nýbúinn að benda
á. Ekki verður heldur séð að hann tengist mðarmánanum
sjálfum.
Ekkert er mn það sagt berum orðum, hverjar eru orsakir
imdarlegs háttemis sauðamanns. Við getum þó athugað,
hvaða vísbendingar hin fáu orð sögunnar veita.
Athugum fyrst orðið „leikinn“. Einar Ól. Sveinsson
skýrir það sem „orðinn fyrir gemingum“ (EÓS, 146),
en orðabók Fritzners sem „forgjort, fortmnlet, sinnsfor-
virret“ (Hodnebo 1972, 220). Lýsingarhátturinn „leik-