Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 54
52
Ýmis atriði eru eins eða tengd í lýsingu Þórgunnu i
Eiríks sögu og Eyrbyggju. Stórlyndi Þórguxmu í Eyr-
byggju sést vel á því, að hún lætur sér ekki lynda minna
en andlegan höfuðstað síðari tíma að legstað. Þórgunna
í Eyrbyggju á greinilega eitthvað undir sér. Það sýna
ekki aðeins fágætir gripir hennar, heldur einnig að henni
var gerð kista, hún borgar fyrir flutning sinn til Skál-
holts og gefur gripi þangað. Ednþykk er Þórgunna í Eiríks
sögu ekki síður en í Eyrbyggju, eins og ummæli hennar
um vilja frænda sinna sýna: „Hon kvezk þat ekki hirða.“
(Eir. s., 210). Það sem hér varðar mestu er að í Eiríks
sögu er Þórgunna berlega norn, hún segir fyrir kynferði
bams síns og formælir Leifi.
Hins vegar stangast tímatalið illilega á, með því að
Þórgunna í Eyrbyggju er talin á sextugsaldri árið 1000.
Miðað við að hún hafi ekki verið miklu eldri en þrítug
er Leifur felldi hug til hennar hafa liðið ekki minna en
tveir áratugir milli þess og Fróðárundra, sé haldið fast
við þann aldur sem Eyrbyggja gefur. Þetta er einmitt
nokkurn veginn það sem ráð virðist fyrir gert í Eiríks
sögu.
Ef við gefum okkur þá forsendu að byggt sé á þjóð-
sögnum um Fróðámndrin í báðum sögunum verðum við
að hafa í huga að í slíkum sögnum er lítið skeytt um
tímatal, en frekar hirt um aldur persónanna i grófum
dráttum. Misræmið milli Eyrbyggju og Eiríks sögu má
auðveldlega skýra þannig, að hvor höfundur hafi farið
sína leið við að skorða atburðina í tíma. Erfitt er að
ímynda sér, eins og Ólafur Halldórsson (1978, 397) hefur
bent á, að höfundur Eiríks sögu hafi lesið frásögnina í
Eyrbyggju, þegar vegna þess að hann hefði vart látið
Leif bama þá Þórgunnu sem lýst er i Eyrbyggju árið
fyrir kristnitöku.
Eyrbyggjuhöfundur hefur ekki aðeins verið bundinn
af kristnitökunni við tímasetningu sína, heldur einnig
fyrst og fremst af aldri Kjartans, en æska hans skiptir