Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 97
12. SETIÐ YIÐ ELD
12.1. Þegar veislugestir voru komnir til sætis síns
fyrsta kvöld erfisveislu Þórodds bónda, „þá gengr Þór-
oddr bóndi í skálann ok ÍQrunautar hans allir alvátir“.
(E 148). Nú varð fólk ekki óttafullt, eins og við hefði
mátt búast: „Menn fggnuðu vel Þóroddi, því at þetta
þótti góðr fyrirburðr, því at þá hgfðu menn þat fyrir satt,
at þá væri mgnnum vel fagnat at Ránar, ef sædauðir
menn vitjuðu erfis síns“. (E 148).
Þetta stingur mjög í stúf við óttann af fyrri afturgöng-
um. Þegar heimamenn sáu Þórgunnu matreiða í Nesi inu
neðra, urðu þeir „svá hræddir, at þeir þorðu hvergi nær
at koma.“ (E 144). Af andláti og afturgöngum sauða-
manns og Þóris viðleggs „varð fólkit allt óttafullt, sem
ván var.“ (E 146). Þegar húskarli hafði mistekist að reka
niður selinn urðu „allir óttafullir, þeir er við váru.“
(E 147). En vegna þess, með hve dularfullum hætti þeir
Þóroddur höfðu farist (sjá 11.1.), voru menn hræddir
um afdrif þeirra eftir dauðann. Þeir fengu nú kærkomna
staðfestingu á því, að þeim hefði þrátt fyrir allt reitt vel
af. Rót þessa misskilnings er í heiðninni, segir hér: „þá
var enn lítt af numin forneskjan, þó at menn væri skírðir
ok kristnir at kalla.“ (E 148). Hér er það ekki ytra form
kristnihaldsins, sem um er að ræða, heldur er hér sýnt,
hve hrapallega heiðnir menn vaða í villu og svíma, með
því að þeir villast á hinum verstu ódæmmn og „góðum
fyrirburði“.
En það kemur fljótlega í ljós og skýrist svo smám
saman, að skýring heiðninnar er ófullnægjandi. Þeir Þór-