Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 62
60
inn. Þennan grun verður lesandinn að láta sér nægja,
úr því að Eyrbyggjuhöfundur kýs að þegja um fortíð Þór-
gunnu. Það sem hrindir undrunum af stað er því óút-
skýrt.
7.2. Blóðregn, sem svo er kallað, er náttúrufyrirbrigði
sem á okkar menningarsvæði stafar yfirleitt af rauðleitu
eyðimerkurryki úr Sahara-eyðimörkinni. Staðvindar þyrla
því upp, og berst það stundum upp í háloftin og getur þá
borist með suðrænum vindum yfir Suður-Evrópu, stund-
um jafnvel yfir Norður-Evrópu, og fallið til jarðar, annað
hvort blandað regni eða eitt sér, þurrt. Falli rykið í regni
verða rykkornin, rauð- eða gulleit, eftir þegar vatnið er
gufað upp. Blóðregn getur einnig stafað af miklu saman-
safni af blóðþörungum (Blutalge). „Blóðregn“, eða öllu
heldur blóð af óþekktum uppruna (sbr. 7.3.), getur einnig
stafað af dýrum. Býflugur og fiðrildi missa fáeina blóð-
dropa þegar þau brjótast útúr púpunni. (Stegemann 1927).
Einnig má gera ráð fyrir að blóð úr sláturdýrum eða
villibráð komi stundum þarna við sögu.
Sagrir hafa gengið af blóðregni og slíku allt fram á
þennan dag, t.d. mun hafa verið sagt frá því í fréttum
snemma árs 1979, að rauðleitur snjór hafi fallið á fjall
í Tékkóslóvakíu.
Blóðregn var einkum á fyrri öldum og allt síðan í forn-
öld almennt talið fyrirboði stríðs og blóðsúthellinga, stund-
um drepsótta og jafnvel dómsdags.
7.3. Blóðregn kemin- nokkuð víða fyrir í íslenskmn
fombókmenntum. Orðið sjálft kemur að vísu hvergi fyrir,
en á einum stað í Njálu hafa miðaldahandrit ýmist „ben-
regn“ eða „benrQgn“ í sömu merkingu (Njáls s., 175).
(Þess skal getið, að í þessari ritgerð sem víðar er til
hægðarauka allt blóð af óþekktum yfirnáttúrlegum upp-
runa kallað blóðregn, þótt nafnið sé villandi).