Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 33
31
34, 11). Yfirleitt nota hinir framliðnu önnur ráð til þess
en beinlínis að ganga aftur, svo sem að gera veður eða
gera sig svo þunga að sér verði ekki bifað. f Fróðárundra-
þætti leggur Þórgunna sitt af mörkum til þess að flutn-
ingur líks hennar til Skálholts takist giftusamlega, með
því að hún matbýr fyrir líkmenn í Nesi inu neðra þegar
húsráðendur höfðu neitað þeim um beina. (E 144). Val
Þórgunnu á legstað hefur hins vegar annan tilgang en
venjulegast er í draugasögunum.
Svo öllu sé til haga haldið, þá eimir á nokkrum stöðum
í fomritunum eftir af því sjónarmiði forfeðradýrkunar, að
hinn látni beri hag ættarinnar fyrir brjósti. (Klare 1933-
34, 17-19). Nokkuð er og um það, að dauðir menn boði
eða segi tíðindi, þá yfirleitt mannslát. (Klare 1933-34,
5-6, 10-11). Eru þá taldar helstu ástæður afskipta fram-
liðinna af lifandi mönnum í fomritunum.
Ástæður Fróðárundra em einstæðar í sinni röð. Enda
þótt einstök smáatriði falli að því sem venjulegast er,
veldur það hvergi annars staðar afturgöngum í varðveitt-
um heimildum, að ekki er farið eftir tilskipan deyjandi
manns um eignir sínar, sem gæti þó verið eðlilegt út af
fyrir sig. (Sbr. Reykdæla s., 19. kap.). Ekki er ljóst af frá-
sögninni, hvert er hlutverk Þórgunnu sjálfrar í undrunum,
eftir að hún hefur verið grafin i Skálholti, en hér á eftir
verða færð rök að því, að þar eigi hún að hafa legið kyrr.
(Sjá 8.2. og 11.3.). Þá em afturgöngumar á Fróðá leik-
soppar örlaganna, þær ganga ekki aftur af fúsum vilja,
heldur vegna bölvunar þeirrar, sem óhlýðni við þá tilskipan
Þórgunnu að brenna rekkjubúnað sinn, leiddi yfir allt
heimilið á Fróðá.
3.3. Framliðnir em í fornsögunum taldir búa yfir meiri
mætti en hinir lifandi, og er það í samræmi við það sem
trúað er meðal frumstæðra þjóða og almennt um heim
allan. (Ankermann 1925, 138; H. Naumann 1921, 51-52).
Draugar em m.a. taldir búa yfir ofurmannleginn kröft-