Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 53
51
þvílíkum nytjum sonareignin, sem nú verðr skilnaðr
okkarr til. En koma ætla ek mér til Grœnlands, áðr lýkr.“
Ekki segir frekar af Þórgunnu í Eiríks sögu, en rnn
son þeirra Eiríks segir aðeins: „Þessi sveinn kom til
Grœnlands ok nefndisk Þorgils. Leifr tók við honum at
faðemi. — Ok er þat sumra manna SQgn, at þessi Þorgils
hafi komit til Islands fyrir Fróðárundr um sumarit. — En
sjá Þorgils var síðan á Grœnlandi, ok þótti þar enn eigi
kynjalaust um hann verða, áðr lauk.“ 1 þessum setning-
um er tæpt á furðulega miklu efni í örstuttu máli, og
þær vekja fleiri spumingar en þær svara.
Mjög væri óeðlilegt ef ekkert væri sagt frá því, hvernig
formælingar Þórgunnu ganga eftir, þ.e. hvemig Þorgils
verður föður sínum til tjóns. Hér er þó rétt aðeins ýjað
að því, með því að segja að ekki þótti kynjalaust um
Þorgils. Hins vegar segir ekkert af örlögum Þórgunnu.
Höfimdm- Eiriks sögu hefur kannski talið örlög hennar
svo kunn, að ekki þyrfti að rekja þau?
Gering (1897, 182 nm.) áleit að í setningunni þar sem
minnst er á Fróðárundur væri nafnið „Þorgils“ komið
inn fyrir misskilning á skammstöfun í forriti, sem hafi
átt að tákna „Þórgunna“. Matthíasi Þórðarsyni (1935,
327) virtist þetta mjög líklegt, og taldi hann setninga-
skipunina jafnframt henda til þess, en skýrir það ekki
nánar. Rétt er þó að hafa í huga að „Þorgils“ stendur
fullum stöfum bæði í Hauksbók og Skálholtsbók, báðum
skinnhandritum sögunnar. 1 háðum handritum stendur
líka „enn eigi kynjalaust“ um Þorgils, og sé því treyst-
andi er helst svo að skilja sem Þorgils hafi komið við
Fróðámndur — að sumra manna sögn.
Svo er helst að skilja, að Þórgimna ætli að senda Þorgils
þegar hann er orðinn stálpaður, ekki yngri en svo sem
12 ára, og koma sér sjálf til Grænlands síðar. Þá hlýtur
höfundur Eiríks sögu að hugsa sér að Fróðámndur verði
a.m.k. áratug eftir kristnitöku, hvort sem það er Þorgils
eða Þórgunna sem hann hefur heyrt tengd þeim undrum.