Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 16
14
finningarótið fyrst eftir mannslátið, en dregur úr þvi með
tímanum. Það er líka svo, að flestar draugasögur, þar sem
einhver ákveðinn maður hefur birst, eiga að hafa gerst
rétt eftir látið, og þeir sem sjá hinn látna eru yfirleitt þeir
sem á einn eða annan hátt voru í nánrnn tengslum við
hann eða höfðu sérstakt tilefni til að hugsa um hann.
(Sydow 1935, 105). En auk þess eru svo auðvitað einstakir
staðir kenndir við reimleika, helst af því þeir þykja svo
„draugalegir“.
Sérstöku tilfinningaróti veldur dauðinn þegar menn
deyja skyndilega eða voveiflega (t.d. fyrirfara sér), og
einkum ef margir deyja í einu eða með stuttu millibili,
eins og í bardögum, í sjóslysum eða í farsóttmn. (Celander
1943, 173). Þetta tvennt síðamefnda kemur einmitt fyrir
í Fróðárundraþætti. Það er engin tilviljun, að einmitt þeir
sem deyja með þessum hætti ganga helst aftur. Við meiri
háttar frávik frá eðlilegum gangi lífsins kemst fólk úr
jafnvægi, einkum ef það er hjátrúarfullt og skilur ekki
náttúrlegar orsakir atburðanna, eins og var fyrr á tímum.
Þá er fólk óttaslegið og býst við hinu versta.
Lítum þá aðeins nánar á einstakar uppsprettur reynslu
af yfimáttúrlegum verum, þær sem taldar vom upp hér
að framan.
Hvað varðar drauma ber þess að gæta, að mörkin milli
svefns og vöku eru í rauninni óglögg, og stundum þegar
mönnum rennur í brjóst sem snöggvast álíta þeir sig hafa
verið vakandi. (Honko 1973, 29—31). Frumstæðar þjóðir
draga ekki skörp skil milli svefns og vöku, og fyrir íslensk-
um fommönnum var draumreynsla mun meiri „raunvem-
leiki“ en fyrir nútímamönnum. (Sbr. Klare 1933-34, 5).
Minna má og á, að fyrr á öldum var hér lagst til hvíldar
í rökkri í skammdeginu til að spara ljósmeti, og vora þá
aðstæður hagstæðar fyrir mistúlkun draums sem veraleika.
Með ofskynjunum (hallucinationer) er átt við skynjanir
sem ekki byggjast á neimmi utanaðkomandi skynhrifum,
era að öllu leyti hugsmíð. Ofskynjanir eru algengari en