Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 30
3. LIFANDI LlK
3.1. Sú trú, að í líkömum manna haldist eftir dauðann
eitthvert dularfullt líf, trúin á „lifandi lík“, sem svo hefur
verið kölluð, er talin hafa ríkt meðal allra þjóða. (Harva
1945, 101). Var áður talið að sú trú væri eldri en hug-
myndir um sjálfstæða tilveru e.k. sálar eftir dauðann, og
það menningarstig kallað „Praanimismus“. (Ankermann
1925, 135—138; H. Naumann 1921, 19-25). Nú þykir víst
að þessar hugmyndir hafi lifað samhliða allt frá upphafi.
(Vries 1970, § 165).
1 draugasögum fomritanna, hinna veraldlegu, er fyrr-
nefnda hugmyndin ríkjandi, þar em draugamir „lifandi
lik“. (Klare 1933-34) .9) Fáir eru þeir staðir, þar sem slík
túlkun er útilokuð, en sums staðar verður ekki úr því skorið,
hvor hugmyndin liggur að baki. (Sjá Klare 1933-34, 40-
46 — of einhliða „Práanimismus“; -sbr. Einar Ól. Sveinsson
1940, 168; Sluijter 1936, 62-66). Þannig ríkja í Islendinga-
sögunum í þessu efni viðhorf frumstæðra trúarbragða,
ósnortin í grundvallaratriðum af kaþólskri guðfræði.
f íslendingasögunum em aðallega draugasögur af tveim-
ur meginflokkum, fyrir utan drauma. Annars vegar em
sögur af tiltækjum líka meðan þau era enn ofan moldar,
ógreftmð. Þessar sögur em fremur fáar. (Dehmer 1927,
26-29). Hins vegar em sögur af eiginlegum afturgöngum,
framliðnum sem rísa upp úr gröfiun sínum. (Dehmer
1927, 29-39). Utan þessara tveggja flokka lenda svo þeir
sem ekki em greftraðir vegna þess að líkin finnast ekki.
f Fróðámndraþætti kemur allt þetta þrennt fynir. Þór-
gunna gengur aftur í Nesi inu neðra þegar verið er að