Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 85
83
maður var komiim fyrir dymar: „vildi Þórir inn ganga,
en sauðamaðr vildi þat víst eigi; þá vildi Þórir undan leita,
en sauðamaðr sótti eptir ok fekk tekit hann ok kastaði
honum heim at durunum; honum varð illt við þetta, ok
komsk þó til rúms síns ok var víða orðinn kolblár. Af
þessu tók hann sótt ok andaðisk“. (E 146). (1 stað orð-
anna „sauðamaðr . . . eigi“ hefur M „saudamadr vardi
dyrmar“ (AM 445 h), og W „saudamaðr uarði honum“
(Wolf.)). Bæði Þórir og sauðamaður vom grafnir að
kirkju og „sýndusk þeir báðir jafnan síðan í einni ferð,
sauðamaðr ok Þórir viðleggr; ok af þessu varð fólkit allt
óttafullt, sem ván var“. (E 146). (Sbr. 5.4.). Síðan varð
húskarl Þórodds sóttdauður og dó svo „hverr at Qðrum“
uns sex vom látnir.
Átök við afturgöngur em beinlínis einkennandi fyrir
draugasögur fomritanna, eins og áður segir. (3.4.). Þó er
fátítt að svo náið sé sagt frá átökum, þar sem draugurinn
hefur betur. Yfirleitt er mtm meiri raunsæisblær yfir
þessari frásögn en gengur og gerist í „draugaglímum11.
Það mætti láta sér detta í hug, að þessu atriði hafi verið
skotið inn í frásögn af Fróðárundrum til e.k. málamiðl-
unar í samræmi við draugasagnahefð, mönnum hafi þótt
vanta ryskingar við drauginn. Eða svo notað sé nútíma-
legt tungutak, frásagnarformúlu hefur verið þröngvað upp
á munnmælin.
Þórir viðleggur hafði gengið út „nauðsynja sinna“, þegar
sauðamaður varð á vegi hans. Þetta atriði er svo nátengt
draugatrú hversdagsleikans, að það sannar ekkert eitt sér
um tengsl frásagna, þar sem það kemur fyrir. Fólk á fá
erindi út í myrkrið önnur en þessi, og myrkfælnin kallar
auðveldlega fram drauga úr myrkrinu. Þetta atriði kem-
ur m.a. fyrir í Þorsteins þætti skelks. 1 frásögninni af
Lýsufjarðarundrum í Eiríks sögu rauða, 6. kap., gengur
Sigríður til náðhúss og sér þá lið þeirra sem dáið höfðu
eða feigir voru standa fyrir útidyrunum.
Auk dæmisins úr Eiríks s. rauða eru fleiri dæmi þess