Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 55
53
talsverðu máli í Fróðárundraþætti. Vísa Björn Breiðvík-
ingakappa um launson sinn sullandi í blóðpollum (E 108)
hefur væntanlega sýnt ótvírætt að Kjartan hafi komið
undir fyrir utanferð Björns hina fyrri, þvi eftir það var
hann aðeins svo sem tvo vetur hérlendis. Björn hlýtur
að hafa farið þá ferð ekki mörgum árum eftir 980 úr
því hann var með Pálna-Tóka í Jómsborg og Styrbimi
sterka (E 80—81, þeir létust báðir á undan Haraldi
Gormssyni), og hann hefur verið alllengi erlendis úr því
bróðir hans fór að leita hans (E 104-105).
Nú er almennt álitið að frásagnir af Noregsferð Leifs
eigi rót sína að rekja til Ólafs sögu Tryggvasonar eftir
Gunnlaug Leifsson, sem talin er skrifuð laust fyrir 1200.
(Ólafur Halldórsson 1978, 374-75). Ein aðalröksemdin
fyrir því er að ekki er minnst á þessa Noregsferð í
Grænlendinga sögu. Sé fallist á þessa skoðun verður þó
vart gert ráð fyrir því að frásögnin af ástum Leifs og
Þórgunnu sé þaðan líka. 1 Eiríks sögu er þetta alveg
óþarfur útúrdúr, og vandséð hvaða erindi þessi frásögn
gæti átt inn í sögu Ólafs Tryggvasonar.
Hvað sem líður upprana Noregsferðar Leifs er lang-
líklegast að frásögnin af ástum þeirra Þórgunnu byggist
á munnmælum. Má þá líta á þá sögn sem tilraun til
skýringar á því, hvað Þórgunna var að gera á Snæfells-
nesi. Það hljóta að hafa myndast sagnir um það, hvað
rak hana til Fróðár, og um fortíð hennar yfirleitt. Ekki
er nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að neinn sögulegur
sannleiki leynist bak við erindi Þórgunnu, heldur er hugs-
anlegt að öll sú sögn byggist á getgátum, hafi Snæfell-
ingar lítið vitað um erindi aðkomukonunnar. Það dular-
fulla verður trúverðugra ef það gerist í fjarska. Þannig
kunna Snæfellingar að hafa talið sennilegra að áfanga-
staður aðkomukonunnar hafi verið á Grænlandi, enda
var Snæfellsnes miðstöð Grænlandssiglinga héðan. Hug-
myndin um suðureyskan uppruna Þórgunnu getur vel
hafa kviknað af því að hún hafi verið talin nom. Og