Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 86
84
að dauðir merm hafi vamað lifendum dyra eða vegarins
yfirleitt. í Laxdælu, 24. kap., segir frá því, er Ölafur pái
og húskarl hans ganga um kvöld til fjóss í skógi nokkuð
frá hæmmi í Hjarðarholti. Er húskarl vildi inn ganga
stóð Hrappur í fjósdyrumun „ok vildi fálma til mín, en
ek em saddr á fangbrQgðum við hann.“ (Laxd., 69). Ólafur
lagði þá til Hrapps með spjóti, og fór hann þar niður.
f Svarfdæla sögu, 19. kap., vamar Klaufi þeim Ljótólfi
vegarins margsinnis. Þetta minni telur Dehmer eiga
rætur að rekja til martraða (,,Angsttraummotiv“).
(Dehmer 1927, 130 nmgr. 238; einnig Flóamanna s.,
13. kap.).
Þórir var „víða orðinn kolblár“ eftir fangbrögðin við
drauginn. Eflaust er átt við að hann hafi verið mjög „blár
og marinn“,21) og gagnstætt því sem Dehmer (1927, 29)
telur, óskylt því sem segir um bæði Glám og Bægifót dauða:
„blár sem hel ok (en) digr sem naut“ (Grettis s., 112;
E 169—170; sbr. Vries 1970, § 166).
10.5. Þau atriði sem fjallað er um í þessum kafla em
nokkuð ósamstæð, en eiga það sameiginlegt, að þau em
ekki meðal þeirra sérstæðustu í Fróðárundraþætti. Þetta
skeið frásagnarinnar er eins og hvíld milh hinna einstæðu
býsna sem koma á undan og eftir, urðarmánans og selsins.
Þó er stígandi í atburðarásinni og aldrei slaknar á spenn-
unni. Upphafsatriðið, „leikni“ sauðamanns, er býsna dular-
fullt, en aðeins að því er tekur til orsaka, ekki svo mjög
til eðlis. önnur atriði em yfirleitt algeng í draugasögum,
sum rótföst í draugatrú hversdagsleikans, önnur tengdari
draugasagnahefð 13. aldar sérstaklega, nokkur koma
einnig fyrir í frásögnum Eyrbyggju af afturgöngum Þór-
ólfs bægifóts. Yfirleitt virðast þetta því flökkuminni, sem
annað hvort hafa dregist að fráisögnmn um Fróðámndur
í munnlegri geymd eða Eyrbyggjuhöfundur hefur drýgt
Fróðárundraþátt með þeim.