Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 60
7. BLÓÐREGN
7.1. Fyrsti þáttur Fróðárundra er blóðregn. Regninu
veldur stakur skýflóki svartur, sem fyrst sáist norður yfir
Skor, en dró skjótt yfir himin og beint yfir bæinn á
Fróðá. Þegar skýflókinn kom yfir bæinn „fylgði honum
myrkr svá mikit, at menn sá eigi ór túninu á brott ok
varla handa sinna skil; ór skýinu kom svá mikit regn, at
heyit varð allt vátt, þat er flatt lá; flókann dró ok skjótt
af, ok lýsti veðrit; sá menn, at blóði hafði rignt í skúr-
inni“. (E 140). (I W stendur í stað þess síðasta, frá
„ok lýsti“: „ok er lysa tok ueðrit sa þeir at þat uar bloð
eitt er rignt hafði“. (Wolf.)). Þessi skúr kom hvergi
víðar en á Fróðá. Við sjáum að ýmis atriði önnur en
blóðið skipa þessum atburði í flokk yfimáttúrlegra fyrir-
bæra: Skýflóki i heiðríkju, hraði hans, svartamyrkrið sem
honum fylgir, skyndilegt hvarf og ekki síst hvað hann er
staðbundinn. Augljóst er, hvert hann bendir: til bæjarins
á Fróðá eins.
Einnig er augljóst á því sem á eftir kemur, hver stendur
í brennideph. Blóðið þomar skjótt á öllu heyinu, nema
því sem Þórgmma þurrkaði, og hrífa sú, sem Þórgunna
lét smíða sér og vildi ein með fara, hún þomaði aldrei.
Þama er ekki aðeins bent á „athafnasvið“ þeirra við-
burða, sem i vændum eru (Fróðá), og aðalpersónu (Þór-
gunnu), heldur er einnig gefin lævísleg vísbending um
eðli þeirra, því að rekkjubúnaðinn vildi Þórgunna einnig
„ein með fara“, og „unni hon engum manni at njóta“
(E 143), eins og Þuríður segir, hvort sem hún var lífs
eða liðin.