Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 52
50
Víga-Hrappur var og suðureyskur að móðurætt og hann
var fæddur og uppalinn í Suðureyjum. (Laxd. s., 19).
Svipaðar hugmyndir er einnig að finna í írskum hetju-
sögum, þar fara menn til Suðureyja að nema fjölkynngi.
(Almqvist 1979).
Það er almennt algengara, og svo er einnig i fomsög-
unum, að konur séu bendlaðar við galdur en karlar, og
helst kerlingar, gjaman ekkjur, konur sem átt hafa barn
í lausaleik eða lauslætisdrósir. (Dehmer 1927, 102). Á
hið síðastnefnda minnir óendurgoldin ást Þórgunnu á
Kjartani, sem reyndar verður skopleg í sögimni, fyrst og
fremst vegna aldursmunar þeirra. Samband imgra manna
við nomir kemur m.a. fyrir fyrr í Eyrbyggju, þar sem
segir frá Gunnlaugi Þorbjamarsyni og Geirríði Þórólfs-
dóttur hægifóts og afbrýði Kötlu, annarrar nomar.
(E 27-29). En Kjartan er, andstætt Gunnlaugi, alveg
andsnúinn Þórgunnu. (Sbr. 11.4.). Oft er sagt um galdra-
menn og galdrakonur að þau séu lítt eða eigi við alþýðu-
skap, t.d. um Kötlu. (E 28). Á þetta minnir m.a. í lýs-
ingu Þórgunnu, að „eigi var hon hóglynd eða margmælt
hversdagsliga“ (E 139), en öll stirfni hennar og sér-
viska bendir reyndar í sömu átt. Þessi atriði em reyndar
í samræmi við þá andstöðu sem hún, vel kristin konan,
er í við nafnkristið mnhverfi.13)
1 Eiríks sögu rauða er sagt frá suðureyskri konu að
nafni Þórgunna, og hlýtur það að vera sú sama og í
Eyrbyggju.14) 1 5. kapítula Eiríks sögu segir frá því er
Leifur heppni beið byrjar í Suðureyjum á leiðinni frá
Grænlandi til Noregs á fund Ölafs konungs Tryggva-
sonar. Þetta var sumarið áður en Leifur kom kristni á
Grænland, þ.e. árið 999. Leifur stóð þarna í ástarsam-
bandi við Þórgunnu, ættstóra konu og „margkunniga“.
Neitar Leifur henni mn að fá að fara með sér. Þá segist
hún bera son hans undir belti, og muni hún „upp fœða
sveininn“ og senda Leifi hann til Grænlands, „þegar
fara má með gðrum mQnnum. En ek get, at þér verði at