Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 50
48
að sá hringur skuli honum að bana verða og öllum þeim
er eiga, nema kona eigi. (Harðar s., 15. kap.).11) Annan
örlagahring fær Hákon jarl af Þorgerði Hörðahrúði handa
Sigmundi Brestissyni og átti Sigmundur að taka heillir af
þeim hring (Færeyinga s., 23. kap.), en Ólafur Tryggva-
son segir hringinn munu verða hans bana. (Fær. s.,
33. kap.). Er Sigmundur myrtur vegna ágimdar á
hringnum (Fær. s., 39. kap.), og Hörður er veginn eftir
að þeim hefur verið heitið hring hans, sem vegi hann.
(Harðar s., 36. kap.). Frægasta dæmið um örlagahring
er Andvaranautur, sem dvergurinn Andvari lagði á að
skyldi vera hverjum manni höfuðsbani, er ætti, og fylgdi
Fáfnisarfi eða Niflungaarfi. (Edda Snorra Sturlusonar:
Skáldskaparmál, 39. kap.; Völsunga s., 14. kap.; Regins-
mál, 5. v.). Auk ágirndarinnar á gullinu öllu verður
hringurinn Brynhildi til sannindamerkis um það, að Sig-
urður reið vafurlogann í Gunnars stað, og þannig valdnr
að dauða Sigurðar.
Það skilur milli sverðanna og hringanna sem hér hafa
verið talin annars vegar, og rekkjubúnaðarins í Fróðár-
undrum hins vegar, að með öllu er óljóst, með hvaða
hætti rekkjubúnaðurinn veldur undmnum. Auk þess
koma áhrif álaga af þessu tagi gjaman fram eftir tals-
verðan tíma, og þau eiga yfirleitt að skýra einhvem
persónulegan harmleik eða em a.m.k. bundin ákveðnum
persónum. Ummæli Þórgunnu á banasænginni falla þvi
aðeins að vissu marki að álagagripaminninu. Skýringin
á því gæti verið sú, að þetta minni hafi verið tengt Fróð-
árandrum til skýringar á þeim, en ekki fallið alveg að
munnmælum um undrin. Ekki má heldur gleyma því,
að i frásögninni í Eyrbyggju er Þórgunna látin vera vel
kristin, og slíkri konu sæmir ekki vel að leggja slík álög
á sem hér væra. Verður komið að því betur von bráðar.
Eins og frá er sagt í Fróðárandraþætti virðist helst
eiga að leita orsakanna fyrir verkun rekkjubúnaðarins í
fortíð Þórgunnu, en frá henni er ekkert sagt í sögunni.