Studia Islandica - 01.06.1983, Page 37

Studia Islandica - 01.06.1983, Page 37
35 kynna um lausn sína ur hreinsunareldinum. Sálimar í helvíti geta ekki birst neinum. Þykist einhver lifandi maður sjá slíka framliðna, em þar í rauninni á ferðinni djöflar sem tekið hafa á sig mynd hins framliðna, nema þá sjaldan að fordæmd sál birtist fyrir bæn dýrlings. Þessum kaþólsku viðhorfum tengist frásögn í Grænlend- inga sögu, 6. kap. Þar ris Þorsteinn Eiríksson upp ný- dauður til að tala við konu sína og segir: „Mér er annt til þess, at segja Guðríði forlQg sín, til þess at hon kunni þá betr andláti mínu, því at ek em kominn til góðra hvílda- staða.“ Hann á eflaust við að hann sé kominn til himna. I samstofna frásögn í Eiríks sögu rauða, 6. kap., segir Þorsteinn hins vegar: „Guð vill, at þessi stund sé mér gefin til leyfis ok umbótar míns ráðs.“ I þessum frásögnum renna saman kaþólsk viðhorf og alþýðleg, þar sem líkið sjálft talar. í Færeyinga sögu (106) birtist Sigmimdur Brestisson framliðinn konu sinni í draumi og segir að sér sé það „lofað af guði sjálfum“. Guði var ekkert ómögulegt. 4.3. 1 flestmn svokölluðum frumstæðum trúarbrögðum og meðal ýmissa fomra menningarþjóða kemur fyrir trú á yfimáttúrlegar verur sem em máttugri en menn, en standa þó skör lægra en guðirnir, og hafa áhrif á örlög mannanna og gang heimsins. (Henninger 1959). Kristin trú hefur ekki farið varhluta af þessari trú, og í Nýja testamentinu koma illir andar víða við sögu. (Schnackenburg 1959). í kaþólskri guðfræði, m.a. í sköpunarsögunni í Elucidarius, eru slíkir púkar taldir vera englar sem féllu með Lúsífer er hann ofmetnaðist. Þvi hafa púkar alla hina sömu hæfi- leika og englar, og geta m.a. birst í hvaða líki sem þeim þóknast. Hin formlega viðtekna kenning kaþólsku kirkj- unnar hefur ekki gert meira en viðurkenna tilveru púka, en ekkert sagt frekar rnn eðli þeirra. Ýmsir kirkjufeður og miðaldahöfundar hafa hins vegar sett fram kenningar í „djöflafræði“ (daemonologia). (Rahner 1959, 145). Eins og við sáum hér að framan, hafa sálir framliðinna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.