Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 8
8 Rit Mógilsár 27/2012
vegi,
SilvaPac (Meðferðaliður 5) er
seinleystur áburður, og
Blákorn (Meðferðaliður 7) er
auðleystur áburður.
Meðferðarliðir 6 og 7 voru eingöngu
notaðir á tilraunastöðunum á Austur-
landi. Mismunandi var milli staða
hvaða trjátegundir voru notaðar auk
þess sem tilraunarskipulag var ekki
eins á Norður og á Austurlandi. Hér
á eftir fer nánari lýsing á tilrauna-
uppsetningunni á hvorum stað:
Norðurland
Á báðum tilraunastöðum voru fjórar
blokkir. Meðferðarliðir voru 5 (1-5 í
1. töflu) og var dreift tilviljunarkennt
innan blokkar og voru 10 plöntur í
endurtekningu fyrir hvern með-
ferðarlið. Tilraunin var gerð upp fyrir
hvorn stað fyrir sig.
Í Ásgarði-Eystri sem er í mynni
Hjaltadals í Skagafirði var plantað
birki og rússalerki í hálfgróinn mel
sem hallar lítillega á móti norðvestri.
Plönturnar voru í 40 gata bökkum og
litu vel út við gróðursetningu. Landið
telst ágætis lerkiland en of rýrt fyrir
birki. Plantað var í tilraunina 3. júní
2009 og borið á plöntur sama dag.
Stóru-Hámundarstaðir eru á Há-
mundarstaðahálsi sem er skammt
sunnan Dalvíkur. Plantað var sitka-
greni og stafafuru í lyngmóa sem
hallar lítillega á móti austri. Sitka-
grenið var í 35 gata bökkum en
furan í 40 gata bökkum og litu
plöntur vel út við gróðursetningu.
Landið telst gott furuland en full rýrt
fyrir greni. Plantað var í tilraunina 2.
júní 2009 og borið á plöntur sama
dag.
Austurland
Á báðum stöðum var plantað birki,
rússalerki, sitkagreni og lindifuru.
Allar plönturnar voru aldar upp í 40
gata bökkum. Plönturnar voru rakar
og vel á sig komnar, nema hvað
lindifuran þótti helst til smágerð. Á
báðum stöðum var tilraunin sett upp
sem tveggja blokka tilraun þar sem
meðferðarliðum var dreift tilviljunar-
kennt innan blokkar. Meðferðarliðir
voru 7 talsins (1. tafla). Í hverum
meðferðarlið voru 10 plöntur í
endurtekningu. Þar sem blokkirnar
voru bara tvær á hvorum stað á
Austurlandi voru staðirnir teknir
saman til að auðvelda tölfræðilega
útreikninga.
Tilraunin á Óseyri, Stöðvarfirði,
liggur 60 metra ofan þjóðvegar og er
um 200 metra frá fjöruborði sjávar.
Hún er á opnu landi sem hallar
lítillega á móti suðri. Landið er
áþekkt hvert sem litið er, rýr
malarpúði og því fremur jarðdjúpt.
Gróðurhverfið er í megindráttum
þursaskeggsmói út í mosa. Gras
þekur um 10% annarrar blokkar-
innar. Plantað var í tilraunina 23.
júní 2009 og áburðurinn var gefinn
29. júní.
Tilraunin á Droplaugarstöðum,
Fljótsdal, liggur um 30 m neðan við
þjóðveg (jaðrar blokka ná að
vegbrún) og er um 100 metra frá
Lagarfljóti. Landið er bratt og hallar
á móti suðaustri. Reitirnir eru á
tiltölulega skjólsælum stað, í skjóli
við 5 metra háan skóg ofan við
þjóðveg. Skammt norðan við reitina,
niður að fljóti og inn dalinn, er
svæðið þó opið. Landið er jarðdjúpt
og megin undirlagið er malar-
ruðningur, en yfirborðsjarðvegur er
nokkuð ríkur. Gróðurhverfið er frekar
grasgefið. Gróðursett var í tilraunina
24. Júní 2009. Fyrir gróðursetningu
var landið flekkjað með vélorfi
þannig að hver flekkur var um 25 cm
á kant. Borið var á tilraunina 29.
júní.