Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 8

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 8
 8 Rit Mógilsár 27/2012 vegi,  SilvaPac (Meðferðaliður 5) er seinleystur áburður, og  Blákorn (Meðferðaliður 7) er auðleystur áburður. Meðferðarliðir 6 og 7 voru eingöngu notaðir á tilraunastöðunum á Austur- landi. Mismunandi var milli staða hvaða trjátegundir voru notaðar auk þess sem tilraunarskipulag var ekki eins á Norður og á Austurlandi. Hér á eftir fer nánari lýsing á tilrauna- uppsetningunni á hvorum stað: Norðurland Á báðum tilraunastöðum voru fjórar blokkir. Meðferðarliðir voru 5 (1-5 í 1. töflu) og var dreift tilviljunarkennt innan blokkar og voru 10 plöntur í endurtekningu fyrir hvern með- ferðarlið. Tilraunin var gerð upp fyrir hvorn stað fyrir sig. Í Ásgarði-Eystri sem er í mynni Hjaltadals í Skagafirði var plantað birki og rússalerki í hálfgróinn mel sem hallar lítillega á móti norðvestri. Plönturnar voru í 40 gata bökkum og litu vel út við gróðursetningu. Landið telst ágætis lerkiland en of rýrt fyrir birki. Plantað var í tilraunina 3. júní 2009 og borið á plöntur sama dag. Stóru-Hámundarstaðir eru á Há- mundarstaðahálsi sem er skammt sunnan Dalvíkur. Plantað var sitka- greni og stafafuru í lyngmóa sem hallar lítillega á móti austri. Sitka- grenið var í 35 gata bökkum en furan í 40 gata bökkum og litu plöntur vel út við gróðursetningu. Landið telst gott furuland en full rýrt fyrir greni. Plantað var í tilraunina 2. júní 2009 og borið á plöntur sama dag. Austurland Á báðum stöðum var plantað birki, rússalerki, sitkagreni og lindifuru. Allar plönturnar voru aldar upp í 40 gata bökkum. Plönturnar voru rakar og vel á sig komnar, nema hvað lindifuran þótti helst til smágerð. Á báðum stöðum var tilraunin sett upp sem tveggja blokka tilraun þar sem meðferðarliðum var dreift tilviljunar- kennt innan blokkar. Meðferðarliðir voru 7 talsins (1. tafla). Í hverum meðferðarlið voru 10 plöntur í endurtekningu. Þar sem blokkirnar voru bara tvær á hvorum stað á Austurlandi voru staðirnir teknir saman til að auðvelda tölfræðilega útreikninga. Tilraunin á Óseyri, Stöðvarfirði, liggur 60 metra ofan þjóðvegar og er um 200 metra frá fjöruborði sjávar. Hún er á opnu landi sem hallar lítillega á móti suðri. Landið er áþekkt hvert sem litið er, rýr malarpúði og því fremur jarðdjúpt. Gróðurhverfið er í megindráttum þursaskeggsmói út í mosa. Gras þekur um 10% annarrar blokkar- innar. Plantað var í tilraunina 23. júní 2009 og áburðurinn var gefinn 29. júní. Tilraunin á Droplaugarstöðum, Fljótsdal, liggur um 30 m neðan við þjóðveg (jaðrar blokka ná að vegbrún) og er um 100 metra frá Lagarfljóti. Landið er bratt og hallar á móti suðaustri. Reitirnir eru á tiltölulega skjólsælum stað, í skjóli við 5 metra háan skóg ofan við þjóðveg. Skammt norðan við reitina, niður að fljóti og inn dalinn, er svæðið þó opið. Landið er jarðdjúpt og megin undirlagið er malar- ruðningur, en yfirborðsjarðvegur er nokkuð ríkur. Gróðurhverfið er frekar grasgefið. Gróðursett var í tilraunina 24. Júní 2009. Fyrir gróðursetningu var landið flekkjað með vélorfi þannig að hver flekkur var um 25 cm á kant. Borið var á tilraunina 29. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.