Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 44
44 Rit Mógilsár 27/2012
ekki komið fram í kali, en í
Hrosshaga er algengt að þeir missi
toppbrum eða verði fyrir haustkali á
sprotum. Skýringin er vafalaust sú
að haustfrost leggjast fyrr að í
Tungunum en á Kjalarnesinu.
Reynslan mun sýna hvort og hvernig
þessir nýbúar munu nýtast í íslenskri
skógrækt. Það er samt ljóst að
ryðþol og mikil vaxtargeta eru eigin-
leikar sem eru verðmætir í skamm-
lotuskógrækt eða akurskógrækt til
lífmassaframleiðslu.
Lokaorð
Mikil vinna og fjármagn hefur verið
lagt í asparklónatilraunir og kyn-
bætur á ösp hérlendis. Ástæðurnar
eru margar. Upphaflega var það
þörfin fyrir iðnvið, og sú þörf mun
aukast mjög í framtíðinni. Tilkoma
asparryðsins var svo önnur ástæða
til þess að skerpa á kynbótum.
Jafnframt var ljóst að finna þurfti
nýja klóna sem aðlagaðir eru
erfiðum aðstæðum hér á landi.
Síðast en ekki síst er þörf á klónum
sem geta vaxið mjög hratt við bestu
aðstæður, og skila þar af leiðandi
tekjum fyrr en annars væri.
Eftirspurn eftir viðarafurðum hefur
aukist og verð á þeim fer hækkandi
hér á landi. Það er full ástæða til
þess að ætla að það fjármagn sem
lagt hefur verið í kynbæturnar skili
sér margfalt til baka. En jafnframt er
rétt að minna á að kynbætur á trjám
eru eilífðarverkefni. Ekki má láta
staðar numið í asparkynbótum nú,
því aðstæður munu breytast og alltaf
er unnt að bæta efniviðinn.
Heimildir
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 2001.
Breytileiki hjá klónum alaskaaspar í
næmi gagnvart umhverfi. Skógræktar-
ritið 2001 (1): 20-27.
Albers, Jaspar, Ólafur Eggertsson,
Hal ldór Sverr i sson, Guðmundur
Halldórsson, 2006. Áhrif ryðsveppa-
sýkingar (Melampsora larici-populina) á
vöxt alaskaaspar (Populus trichocarpa) á
Suðurlandi. Fræðaþing landbúnaðarins,
2006, bls. 354-357.
Arnór Snorrason og Stefán Freyr
Einarsson, 2002. Landsúttekt á
skógræktarskilyrðum. Áfangaskýrsla
1997-2002 fyrir Suðurland og Suð-
vesturland. Rit Mógilsár Rannsókna-
stöðvar Skógræktar 14: 68 bls.
Bjarni D. Sigurðsson, Guðmundur
Halldórsson og Lárus Heiðarsson, 2003.
Ertuygla. "Nýr" vágestur í skógrækt í
nánd við lúpínubreiður. Skógræktarritið
2003(1), 87-92.
Bjarni D. Sigurðsson, Arnór Snorrason,
Bjarki Þór Kjartansson & Brynhildur
Bjarnadóttir. 2005. Kolefnisbinding með
nýskógrækt. Hvar stöndum við og
hverjir eru möguleikarnir. Fræðaþing
landbúnaðarins 2005, 20-24.
Ceulemans, R. 1990. Genetic variation
in functional and structural productivity
determinants in poplar . Thesis
Publishers, Amsterdam, The Nether-
lands, 100 bls.
Freyr Ævarsson 2007. Erfðabreytileiki
„íslenskra“ alaskaaspa. Fræðaþing
landbúnaðarins 2007. 45-46.
Halldór Sverrisson, Aðalsteinn Sigur-
geirsson og Helga Ösp Jónsdóttir, 2011.
Klónatilraunir á alaskaösp. Rit Mógilsár,
Rannsóknastöðvar skógræktar. Nr
25 /2011. 39 bls.
Hal ldór Sverr i sson, Guðmundur
Halldórsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
2006. Klónatilraunir á alaskaösp.
Fræðaþing landbúnaðarins 2006. 328-
331
Helga Ösp Jónsdóttir 2009. Mótstaða
asparblendinga gegn asparryði og
dreifing ryðs. BS-ritgerð frá Land-
búnaðarháskóla Íslands 2009.