Rit Mógilsár - 2013, Side 35

Rit Mógilsár - 2013, Side 35
Rit Mógilsár 27/2012 35 blómgast svo snemma að frost skemmir oft blómreklana. Rekla- sveppur (Taphrina alni) herjar einnig oft á fræreklana, en yfirleitt er hægt að safna nægu fræi af sýktum trjám. Ekki þarf að óttast að sveppurinn leggist á fræplöntur af slíku fræi. Gráölur gefur af sér góðan smíðavið, en sjaldan fást af honum beinir stofnar. Hann hentar einnig mjög vel í skjólbelti og er kjörið að nota hann þar með hávöxnum trjám eins og ösp eða greni. Blæölur Þessi tegund er náskyld gráöl en vex í Norður-Ameríku (Wikipedia, 2012). Hún er nú oft talin undirtegund gráöls. Kvæmi af blæöl voru í kvæmatilrauninni sem áður var getið um og nú þyrfti að gera úttekt á þeim. Enn er ekki vitað hvort þessi tegund hefur eitthvað fram yfir grá- ölinn. Rauðölur (svartölur) Þessi tegund er stórvaxnari og yfirleitt beinvaxnari en gráölur og hentar því vel sem skógræktartré. Í Evrópu liggur útbreiðslusvæði tegundarinnar sunnar en gráöls sem þýðir að rauðölur gerir meiri kröfur til sumarhita. Hér á landi er samt hægt að rækta rauðöl þar sem veðurskilyrði eru góð, en hann virðist vaxa hægar en gráölur. Erlendis vex rauðölur víða í mjög blautu landi, en hætt er við að jarðvegskuldi í íslensku votlendi gæti háð vexti hans. Með hlýnandi veður- fari verður þessi tegund vafalítið verðmæt í skógrækt því að viðurinn er rómaður fyrir gæði. Ending viðarins er sérlega góð í vatni og vatnsósa jarðvegi, og þess vegna eru stólpar úr rauðölsviði víða notaðir í undirstöður húsa og bryggjur. Lög sem skylda skógar- eigendur til þess að planta lauftrjám með barrtrjám í skóga hafa stuðlað að ræktun rauðöls erlendis og í Skotlandi og á Írlandi er talsvert gróðursett af rauðöl. Hér á landi þarf nauðsynlega að stofna til kvæmatilrauna með rauðöl á völdum stöðum. Noregur og Skotland eru þau lönd þar sem vænlegast er að leita fanga með fræ. Ryðölur (rauðölur) Ryðölur vex í Norður-Ameríku vestanverðri og nær útbreiðslusvæði hans til syðsta hluta Alaska (Wikipedia, 2012). Útbreiðslan er hafræn. Þessi tegund mun vera stórvöxnust allra elritegunda og getur vaxið mjög hratt. Til eru tré af þessari tegund hér á landi og líkur eru á að í framtíðinni verði unnt að nýta hana í skógrækt, einkum á sunnanverðu landinu þar sem loftslag er hafrænt. Runnkenndar tegundir til landgræðslu Runnkendar tegundir (nú taldar deilitegundir) sem hér hafa verið prófaðar eru: grænölur frá Alaska (A. viridis ssp. crispa), 3. mynd. Skoskur rauðölur á Mógilsá (Ljósm. Halldór Sverrisson).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.