Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 80

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 80
 80 Rit Mógilsár 27/2012 upprunalega skógarbotns- eða skógarjaðarstegundir og gera vana- lega kröfur um fremur frjósaman jarðveg. Standi runnar mjög áveðurs og jafnvel í þurrum jarðvegi reynir meira á vindþol, saltþol og rótarfestu þeirra. Þar henta því fremur náttúru- legar frumherjategundir. Frumherja- tegundir eru hinsvegar almennt ljós- elskar og koðna gjarnan niður við samkeppni og skuggavarpi há- vaxnari tegunda (Samson Bjarnar Harðarson, 2009). Því getur það verið kostur fyrir slíkar runna- tegundir að skríða lítillega til hliðar í birtuna og þannig endurnýja sig. Þetta geta tegundir eins og fjallarós (Rosa pendulina), ígulrós (Rosa rugosa) og hafþyrnir (Hippophae rhamnoides). Frumherjategundir sem ekki skríða, svo sem víðir (Salix sp.), ætti fyrst og fremst að nota sem fósturtegundir og ætti þá að velja upprétt meðalhá yrki, svo sem af loðvíði (S. lanata) og gulvíði (S. phylicifolia), gjarnan með áður- nefndum skriðulum og/eða skugg- þolnum tegundum, sem svo yxu inn í víðirinn og tækju hans sæti síðar meir (Samson Bjarnar Harðarson, 2009). Erfiðustu skilyrðin eru norðanmegin í beltum. Þar þarf að velja skugg- þolnar tegundir sem gjarnan skríða lítillega og eru jafnframt það harð- gerðar og veðurþolnar að geta þolað norðan áhlaup. Æskilegir eiginleikar allra trjáa og runna sem nota á í skjólbeltum eru þol gagnvart klippingu á hliðum, niðurklippingum, jarðvegsþurrki eða blautum jarðvegi, sjúkdómum og skaðvöldum og að þeir hafi góðan vaxtarhraða eða langlífi, úthaldskraft og endur- nýjunarhæfileika (Olsen, 1979; Westergaard, o.fl., 2001). Runna í skjólbelti má samkvæmt þessu skipta gróflega niður í þrjá flokka: 1. Skuggþolnar til hálfskuggþolnar tegundir, til notkunar í innri röðum belta og öðrum skugg- sælum stöðum. 2. Sólelskar vind- og saltþolnar skriðular tegundir, til notkunar áveðurs í beltum en undir vaxandi samkeppni og skugga- varpi. 2. mynd. Yfirlitsmynd af tilraunareitnum á Blönduósi í lok ágúst 2012. Næst á myndinni er fjallarós (Rosa pendulina) og næst henni Blöndustikkill (Ribes x magdalenae), fyrir aftan til vinstri sést Glótoppur (Lonicera involucrata) ´Kera´
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.