Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 98
98 Rit Mógilsár 27/2012
frá lúpínu, síst í rýru mólendi.
Niðurstaða: Alaskaösp er „besta“
tegundin til lífmassaframleiðslu á
frjósömu landi. Hún hefur verið
gróðursett í blöndu með greni en
ekki er víst að það sé skyn-
samlegt. Á frjósömu landi ætti
e.t.v. frekar að gróðursetja ösp
eina og sér ef markmiðið er
massaframleiðsla. Grenið mætti
hugsanlega frekar gróðursetja
með furu ef markmiðið er borð-
viðarframleiðsla. Miðað við eftir-
spurnina eftir massaviði ætti að
auka gróðursetningu alaskaaspar
umtalsvert frá því sem verið
hefur.
Reyniviður og lindifura
Mest notuð: Í yndisskógrækt og til
að auka fjölbreytni.
Bestu kvæmi: Ekki þekkt.
Helstu kostir: Fegurð, fæða fyrir
dýr og menn, sjálfsáning, verð-
mætur viður.
Helstu gallar: Reyniviður er
fremur smávaxinn og lindifura er
hægvaxta (ekki framleiðslumiklar
tegundir)
Land: Reyniviður þarf frjósaman
jarðveg til að vaxa vel, lindifura
þolir rýrari jarðveg og er a.m.k.
jafn frostþolin og stafafura.
Niðurstaða: Þessar tegundir eru
meðal þeirra „bestu“ í yndis-
skógrækt en mun síðri í fram-
leiðslu- eða landgræðsluskógrækt.
Eftirspurn eftir afurðum þeirra
(handverksviður, furuhnetur) er
lítil. Það er af hinu góða að þessar
tegundir skuli nýlega hafa orðið
tiltölulega mikið gróðursettar
miðað við það sem áður var (sem
var nánast ekkert). Hins vegar er
ekki endilega eðlilegt að það haldi
áfram um ókomna tíð. Mikil
gróðursetning reyniviðar þýðir
sennilega að hann er stundum
gróðursettur í of rýrt land. Þá er
hæpið að velja lindifuru umfram
stafafuru í miklum mæli. Fátt
mælir með því að gróðursetning
reyniviðar og lindifuru aukist og
jafn vel eðlilegt að hún dragist
nokkuð saman frá því sem verið
hefur, en nemi samt sem áður
nokkrum tugum þúsunda plantna
á ári til frambúðar.
Þekking á að leiða til breytinga
Sá tími ætti að vera liðinn að
trjátegund sé mikið notuð í skógrækt
af þeirri ástæðu einni að hún getur
lifað hér. Gera þarf meiri og hnit-
miðaðri kröfur. Það er því eðlilegt að
sífellt sé verið að meta og endur-
meta allar mögulegar tegundir og
kvæmi með tilliti til notagildis þeirra
í skógrækt í stórum stíl. Á hverjum
tíma eru því sumar tegundir á
uppleið en aðrar á niðurleið. Nokkrar
tegundir sem talsvert hafa verið
notaðar nýverið en eru nú á
niðurleið eru:
Alaskavíðir: Myndar skammlíf
skjólbelti og hefur oft lélega
rótarfestu (skjótfenginn gróði er
ekki endilega bestur). Aðrar
tegundir eru að taka við af honum
í skjólbeltarækt.
Blágreni og hvítgreni: Eru 3. og 4.
bestu grenitegundirnar og yfirleitt
hæpið að velja þær umfram
sitkagreni. Blágreni nýtist í yndis-
skógrækt og e.t.v. sem jólatré en
hvítgreni síður.
Sitkaelri: Því að rækta kjarr þegar
hægt er að rækta skóg? Auk þess
verður ekki séð að sitkaelri sé
neitt duglegra að sá sér en birki
eða stafafura, né stórvirkara við
að auka frjósemi jarðvegs.
Bergfura: er framleiðslurýr,
greinamikil og viðkvæm fyrir
Gremmeniellu. Erfitt er að ímynda
sér tilvik þar sem hún eigi betur
við en stafafura miðað við
framleiðslu- og landgræðslu-
markmið eða að hún yrði valin