Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 43

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 43
Rit Mógilsár 27/2012 43 var út í þessar kynbætur er að erlendis byggist ræktun aspa mest á blendingum sem sýna aukna vaxtargetu miðað við hreinar teg- undir (Ceulemans, 1990). Auk þess er mótstaða gegn sjúkdómum oft fengin með þessum hætti. Auðvelt er að víxla saman mörgum aspar- tegundum vegna þess að allar aspir hafa sama litningafjölda (Stettler et al, 1996). Aspir verða snemma kynþroska miðað við margar aðrar trjátegundir, sem flýtir fyrir kyn- bótum. Vitað var að klónar sem framleiddir eru til notkunar á megin- landi Evrópu og í Ameríku eru ekki aðlagaðir íslensku veðurfari. Ef nokkur von átti að vera í að nota blendinga á Íslandi var aðeins sú leið fær að framleiða þá úr íslenskum efniviði að hluta. Fengnar voru kvenkyns blómgreinar af sléttuösp frá Belgíu sem ættuð var frá tveimur af nyrstu fylkjum Bandaríkjanna. Kvenblómin voru frævuð með blöndu af frjódufti frá alaskaasparklónunum ´Vigfúsi´og ´Hauki´ en þeir klónar voru einnig notaðir sem feður í alaskaasparvíxlununum sem fyrr var sagt frá. Afkvæmin urðu hátt í fjögur hundruð. Þeim var plantað á Mógilsá síðsumars árið 2007 og teknir af þeim græðlingar vorið 2008 sem plantað var í annan reit. Fljótt kom í ljós að rúmur helmingur klónanna var viðkvæmur fyrir ryði og kól fyrir vikið nánast niður í rót. Talsverður fjöldi klóna var hins vegar algerlega laus við ryð og kól alls ekki. Nokkrir klónanna eru lítillega móttækilegir fyrir ryði og kelur ekki, en ryðið dregur augsýnilega úr vexti þeirra. Vaxtargeta margra af blendingunum er með ólíkindum mikil, en ljóst er að þeir taka áhættu með því að vaxa mun lengur fram á haustið en alaskaöspin. Á Mógilsá hefur þetta 4. mynd. Asparblendingar. Myndin til vinstri sýnir ösp eftir 2 vaxtartímabil. Myndin til hægri sýnir tré á Mógilsá sem plantað var út 2007, en sú mynd er tekin vorið 2012. Hæstu trén hafa náð 4 m hæð á 5 árum (Ljósm. Halldór Sverrisson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.