Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 92

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 92
 92 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Skógræktendur gera sér almennt grein fyrir mikilvægi þess að nota besta fáanlega efnivið í skógrækt. Ekki er þó alltaf skýrt í hugum fólks hvaða forsendur búi að baki ákvarðanatöku um hvað sé „best“ í hverju tilviki. Þá er þekking ávalt ófullkomin og því oft erfitt að spá fyrir um hvað eigi eftir að reynast „best“. Hér er gerð tilraun til að skýra þau atriði sem áhrif hafa á ákvarðanir um tegunda- og kvæma- val í skógrækt og í ljósi þeirra, metið hvort núverandi hlutfall tegunda í gróðursetningu endurspegli mark- mið, framboð á landgerðum og markaði fyrir afurðir og þjónustu skóga. Niðurstaðan er sú að hlutfall birkis og sitkagrenis í gróðursetningu sé heldur hátt en að hlutur stafafuru, rússalerkis og alaskaaspar mættu aukast frá því sem var 2010. Þá er það skoðun höfundar að næstu skref í þróun kvæmavals ættu að vera tilraunir með efnivið úr kynbótastarfi á Norðurlöndunum. Inngangur Við hvað skal miða þegar teknar eru ákvarðanir um tegunda- og kvæma- val í skógrækt? Ekki er auðvelt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt en þó er ljóst að besta fáanlega þekking í formi rannsóknaniður- staðna og reynslu er mun vænlegri til árangurs en tilfinningar, kreddur eða fordómar. Fjögur atriði skipta hvað mestu máli við ákvarðanatöku:  Markmið með skógrækt, sem samanstanda af markmiðum land- eigenda og markmiðum stjórn- valda,  Land sem býðst til skógræktar, þ.e.a.s. það samsafn skógræktar- skilyrða sem fyrir hendi er á þeim svæðum sem helst verða tekin til skógræktar,  Markaðir fyrir afurðir og þjónustu skóga núna og í framtíðinni,  Eiginleikar tegunda/kvæma/klóna m.t.t. aðlögunar, framleiðslu og annarra gæða. Þessir þættir spila saman á flókinn hátt og er stundum erfitt að láta þá alla fara saman. Auk þess þykir oft æskilegt að reyna að ná fjölþættum markmiðum, t.d. að græða land, skapa útivistarmöguleika og fram- leiða timbur, allt á sama svæði. Við tilteknar aðstæður nást hugsanlega öll markmiðin með réttu tegunda- og kvæmavali en e.t.v. aðeins eitt þeirra eða jafnvel ekkert ef kvæma- valið er óheppilegt. Hér verður fjallað um stöðu og horfur varðandi ofangreinda þætti og út frá því dregnar ályktanir um hvort núverandi tegunda- og kvæmaval í gróðursetningu endurspegli þær sæmilega eða hvort ástæða sé til að breyta um áherslur. Niðurstaða í tegunda-, kvæma- eða klónavali getur aldrei verið til langs tíma og helgast það af breytingum á um- hverfinu, áherslum og ekki síst þekkingu. Því er nauðsynlegt að rannsóknir á nýjum efnivið til skóg- ræktar séu ávallt ofarlega í forgangi. Tegunda- og kvæmaval í fjölnytjaskógrækt Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.