Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 38

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 38
 38 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Alaskaösp fór að bera fræ hér á landi á áttunda áratug síðustu aldar og þá var safnað fræi á Akureyri og þannig urðu fyrstu íslensku klónarnir til, 79‘-klónarnir sem rötuðu í stóru asparklónatilraunirnar 1992-1995. Í þeim tilraunum eru líka nokkrir 83‘- klónar sem ræktaðir voru á Tuma- stöðum af fræi af klóninum ´Laufeyju‘. Í Haukadal er til safn af fræplöntum frá Mógilsá. Laust fyrir 1990 voru fyrstu stýrðu víxlanir á alaskaösp gerðar á Mógilsá. Árið 1995 var víxlað saman nokkrum klónum frá suðurströnd Alaska. Afkvæmin fóru í tilraunir á tveim stöðum á Suðurlandi. Árið 2002 voru valdir úr tilraunum þrír klónar með sæmilegt ryðþol og þeim víxlað við ýmsa klóna með góða ræktunareiginleika. Fleiri víxl- anir voru gerðar árin 2004 og 2006 og afkvæmunum plantað í tilraunir á 12 stöðum á landinu. Nú er að ljúka vali á úrvalsklónum úr öllum af- kvæmatilraunum. Þeir verða settir í safn og bornir saman með tilliti til vaxtarhraða, vaxtarforms og ryð- mótstöðu. Þær athuganir verða svo grundvöllur til þess að velja 40 klóna sem fara í prófanir víða um land. Árið 2007 voru framleiddir tegunda- blendingar af ösp á Mógilsá, þegar víxlað var saman sléttuösp (Populus deltoides) og alaskaösp. Margir blendinganna eru ónæmir fyrir asparryði og sýna mikinn vaxtar- þrótt. Inngangur Alaskaösp (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) var fyrst flutt til Íslands árið 1944. Efniviðurinn kom frá Kenai-vatni á Kenai-skaga í suður hluta Alaska. Fyrst í stað uxu þessi tré vel, en vorið 1963 gerði mikið norðanáhlaup eftir hlýindi og fór það illa með öspina á Suður- og Vestur- landi. Þá var ákveðið að safna ösp víðar í Suður Alaska þar sem loftslag er hafrænt. Einkum var safnað á svæði umhverfis bæinn Cordova og sunnar við bæinn Yakutat. Margir af þeim klónum sem síðan hafa verið notaðir á sunnanverðu landinu eru frá þessum svæðum (Halldór Sverrisson o.fl., 2006). Fyrstu ára- tugina var öspin nær alveg laus við skaðvalda. Árið 1999 fannst í fyrsta skipti á Íslandi ryðsveppurinn asparryð (Melampsora larici- populina), sem erlendis er mikill skaðvaldur á sumum aspar- tegundum. Síðan hefur bæst við meindýr, asparglytta (Phratora vitellinae), sem getur valdið skaða á ösp. Ungar aspir eru einnig étnar af ertuyglulirfum (Melanchra pisi) (Bjarni D. Sigurðsson o.fl., 2003, Hrönn Guðmundsdóttir, 2008). Áhrifa þessara skaðvalda gætir mest á Suðurlandi, en mjög mismikið eftir svæðum. Ástæða er til að taka tillit til þeirra við val á klónum og í kyn- bótum. Asparræktun er stunduð víða um heim, m.a. til skjólbeltaræktar, kolefnisbindingar, viðar- og trjá- kvoðuframleiðslu, (Bjarni D. Sigurðs- son o.fl., 2005, Snorrason et al., 2002) eða til orkuefnaframleiðslu (lífmassaframleiðslu). Einnig er ösp Kynbætur á ösp Halldór Sverrisson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; Landbúnaðarháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.