Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 76

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 76
 viðhaldi girðinga var umfangi áður girtra girðinga bætt við á hverju ári og greiðslur fyrir viðhald greiddar samkvæmt þeim tölum. Úrvinnsla Þegar búið var að fastsetja forsendur fyrir tímaútreikninga voru allar upplýsingar settar inn í töflureikni og tími í hverjum verkþætti reiknaður sérstaklega fyrir öll LHV. Síðan voru allir verkþættir sameinaðir og þannig fenginn heildarfjöldi klukkustunda í vinnu við skógrækt á vegum LHV yfir allt landið. Miðað var við 1800 klukkustundir bak við hvert ársverk í útreikningum. Niðurstöður og umræður Ársverk í skógrækt greidd af LHV voru að meðaltali 56,1 á árunum 2001 til 2010. Þar af voru 36,8 ársverk unnin á skógarjörðum og 19,2 ársverk voru unnin af starfsmönnum LHV (2. mynd). Ársverk greidd af LHV voru flest árið 2007 eða 69,1 en fækkaði síðan fram til 2010 þegar ársverk voru 46,6. Til að setja þennan fjölda ársverka í samhengi við aðra atvinnuuppbyggingu í þjóðfélaginu um þessar mundir má benda á að kísilmálm- verksmiðja á Suður- nesjum er talin skapa um 90 ársverk og kosta 17 milljarða ef af uppbyggingu hennar verður (Mbl.is, 19.03.2012). Eingöngu var um að ræða beina vinnu við skógrækt og tengdar framkvæmdir sem greitt var fyrir af LHV í þessum tölum. Ársverk á skógarjörðum skiptast í átta verk- þætti (3. mynd). Verkþættir voru einnig sundurliðaðir innan hvers árs, reiknað í mann- mánuðum (4. mynd). Vinna á meðaljörð, greidd af LHV, var 209,8 klst eða 5,2 vinnuvika á hverja skógarjörð á hverju ári og hún skiptist í gróðursetningu, jarð- vinnslu, umhirðu skógar og önnur tengd störf. Vélavinna tengd skógrækt var um 1,2 vikur á hverja jörð. Flestar klukkustundir voru í gróðursetningu og áburðargjöf eða 130 klst á meðaljörð og vinna við girðingar og viðhald þeirra var 34,6 klst. Niðurstöður þessara útreikninga voru fyrst kynntar á Fagráðstefnu skóg- ræktar á Húsavík í lok mars 2012. Þar var höfundi bent á að hugsan- lega væru forsendur fyrir útreikning- um á vinnu við girðingar ekki réttar. Því var farið yfir útreikningana aftur eftir ráðstefnuna og í ljós kom að vinnustundir höfðu verið vantaldar í niðurstöðum sem birtar voru á ráðstefnunni. Því er mismunur á niðurstöðum í þessari grein og niður- stöðum sem birtar voru í útdrætti í ráðstefnuriti Fagráðstefnunnar. Þegar horft er til breytinga á ársverkum í skógrækt milli ára er 3. mynd. Hlutföll verkþátta í skógrækt sem greitt er fyrir af LHV. Skjólbeltaræktun var aðeins tekin með þar sem hún var á skógarjörðum og féll þannig inn í úttekt rannsóknarinnar. Önnur skjólbeltaræktun greidd af LHV var ekki tekin með í rannsókninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.