Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 32

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 32
 32 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Elri er af bjarkarætt og náskylt birki. Samlífi elris með rótarbakteríum gerir því kleyft að tillífa nitur úr andrúmslofti. Elritegundir hafa lítt verið reyndar í skógrækt hér á landi. Algengast hefur verið að planta gráöl af kvæmum frá Norðurlöndunum. Árið 1985 var gerð umfangsmikil söfnun á elri í Alaska og Kanada og var þeim efniviði plantað í kvæma- tilraunir um land allt. Í þessum tilraunum eru grænölur, sitkaölur og blæölur. Þær sýndu að lifun og vöxtur margra kvæma getur verið góður á rýru landi og dæmi eru um að sitkaölur hafi sáð sér verulega út. Elritegundir frá Austur-Síberíu hafa hins vegar ekki reynst vel en grá- og rauðölur þykja henta best í skógrækt þó að blæ- og ryðölur komi einnig til álita. Þörf er á kvæmatilraunum og kynbótum á þessum tegundum til þess að finna kvæmi og arfgerðir sem eru heppilegar í skógrækt hér- lendis. Rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi með að smita elri með hreinum stofnum af Frankia-bakteríunni. Þá kom í ljós að verulegur munur getur verið á virkni þessara stofna. Ekki er þó neitt smit á markaði og því þarf að smita plöntur í uppeldi með elrimold eða krömdum hnýðum. Inngangur Elriættkvíslin (Alnus Miller) er af bjarkarætt (Betulaceae). Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um norðurhvel jarðar. Þrátt fyrir að elri líkist birki um margt er þó einn afgerandi munur á ættkvíslunum; elri lifir í samlífi með rótarbakteríum (Frankia-geislasveppum) sem gerir því kleift að tillífa nitur úr and- rúmsloftinu líkt og belgjurtir. Þessi hæfileiki elris til þess að afla sér niturs gerir því fært að vaxa vel í mögrum jarðvegi. Elritegundir eru því oft frumherjar á röskuðu landi og hverfa síðan vegna samkeppni frá hærri trjám. Á norðlægum slóðum er elri sums staðar ríkjandi í varan- legum kjarrskógum. Í fjallshlíðum heldur það oft velli á svæðum þar sem tíð snjóflóð koma í veg fyrir að barrskógur vaxi upp (Butler, 1979). Á Íslandi hefur elri ekki vaxið náttúrulega frá þriðja síðasta hlý- skeiði ísaldar (Þorleifur Einarsson 1991). Enginn vafi er hins vegar á því að hefðu til dæmis gráölur eða grænölur borist hingað eftir lok síðasta ísaldarskeiðs, hefðu skilyrði hér verið mjög ákjósanleg fyrir þessar tegundir. Grænölur vex til dæmis á Grænlandi og norðan skógarmarka í Ameríku og Asíu, og gráölur vex í nyrstu héruðum Noregs (Wikipedia, 2012). Þótt ekki hafi verið gerðar skipulegar prófanir eða kvæmatilraunir með flestar elritegundir sem hugsanlega gætu nýst hér, má ætla að tegundir sem vaxa í heimkynnum sínum við svipaðan sumarhita eða lítið eitt hærri en hér er, gætu nýst til land- græðslu eða skógræktar hér á landi. Í görðum og á sérlega hlýjum og skjólsælum stöðum geta sjálfsagt fleiri tegundir vaxið. Í 1. töflu eru vænlegar tegundir taldar upp. Þrátt fyrir að gráölur hafi snemma verið fluttur til Íslands frá Norður- löndunum, og síðar sitkaölur frá Elri á Íslandi – reynsla og möguleikar Halldór Sverrisson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; Landbúnaðarháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.