Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 86
86 Rit Mógilsár 27/2012
Abstract in English
[e. New Icelandic trees]
Since only a handful of tree species
form native woodlands or forests in
Iceland, a number of species have
been introduced, mainly from the
most northerly reaches of each
species´ range on the west coast of
N-America, the most northern parts
of Europe and mountain ranges
further south on both continents. A
few of those species are thought to
be of possible interest in commercial
forestry in Iceland, although not yet
much used to that end. Those get a
somewhat more thorough intro-
duction in this article. Their
potentials for forestry in Iceland are
evaluated, based partly on their
success in Icelandic conditions to
date and partly by their temperature
requirements in regions of origin.
Furthermore, tree species that have
produced mature seed under natural
conditions in Iceland are listed in
Table 1.
Inngangur
Þórarinn Benedikz leitaðist við undir
lok 20. aldar að skrásetja sjálf-
sáningu innfluttra trjátegunda á
Íslandi. Grein þessi er að nokkru
byggð á munnlegum heimildum frá
honum. Höfundar þessarar greinar
hafa, ásamt fleirum, ítrekað, safnað
trjáfræi á Hallormsstað, Tuma-
stöðum, í Skorradal, Hveragerði og
Múlakoti á fyrsta áratug 21. aldar.
Safnarar, sem hér greina frá, hafa
verið á vegum sjálfra sín, Skóg-
ræktarfélags Hafnarfjarðar og
Vesturlandsskóga. Höfum við leitast
við að ná spírunarhæfu fræi af sem
flestum tegundum, eftir því sem
bætist í þann hóp trjátegunda, sem
bera þroskað fræ á Íslandi. Fræinu
hefur einkum verið sáð í gróðrar-
stöðinni Þöll við Kaldárselsveg í
Hafnarfirði. Þar hefur fengist reynsla
af spírunarhæfni fræsins og byggir
listinn í 1. töflu ekki síst á henni.
Grasafræðingarnir Ingimar Óskars-
son, Ingólfur Davíðsson, Steindór
Steindórsson og Stefán Stefánsson,
hafa talið tegundir fullkomlega
ílendar (og þar með íslenskar),
þegar þær hafa náð að sá sér af
sjálfdáðum í íslenskri náttúru (Stefán
Stefánsson, 1948). Þegar tegund
hefur náð að þroska fræ á Íslandi, er
eingöngu tímaspursmál, hvenær
viðkomandi tegund nær að sá sér út
af sjálfdáðum og með því að
staðfesta þegnrétt sinn í landinu.
Aðferðir
Í 1. töflu eru tegundir, sem við
höfum safnað fræi af og hefur
spírað, auk þeirra ílendu víðitegunda
sem Jóhann Pálsson (2004) getur
um í grein sinni í Skógræktarritinu
og nokkurra algengustu skógræktar-
tegunda Íslands sem löngu eru
orðnar ílendar hérlendis. Ekki er þó
óhugsandi að einhverjar tegundir
hafi orðið útundan í þessari saman-
tekt.
Síðan er stutt umfjöllun um hverja
tegund sem hefur sennilega þroskað
fræ í fyrsta skipti um og eftir síðustu
aldamót og gætu að okkar mati nýst
til nytjaskógræktar í framtíðinni.
Upplýsingar um tegundirnar eru að
Nýjar íslenskar trjátegundir
Árni Þórólfsson1 og Sigvaldi Ásgeirsson2
1Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar; 2Vesturlandsskógum