Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 56

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 56
 56 Rit Mógilsár 27/2012 skemmda smitaðra og ósmitaðra plantna bæði við -12°C og -16°C þann 27. september (2. mynd). Ekkert samband fannst á milli magn ryðs á plöntum og frost-skemmda (3. mynd). Við -12°C sýndu plöntur smitaðar í júlí minni frostskemmdir í frostþolsprófun þann 27. september en 14. september og fannst mark- tækur munur á milli frostþolsprófana (4. mynd). Umræður Samkvæmt niðurstöðum úr þessari tilraun þá dregur asparryð úr frostþoli alaskaaspar á Íslandi. Ekkert samband fannst á milli magns asparryðs og frostskemmda sem gæti bent til þess að nóg sé að asparryðið sé til staðar til þess að það dragi úr frostþoli. Mismunandi smittímar yfir vaxtar- tímabilið virtust ekki hafa áhrif á magn frostskemmda í öspum, þ.e. ekki var marktækur munur á milli frostskemmda hjá plöntum smit- uðum með asparryði í júlí og plöntum smituðum í ágúst. Þetta styður þá tilgátu að magn ryðs segi lítið til um hversu miklar skemmdir geta orðið, þar sem magn ryðs á plöntum smitaðar í júlí var meira heldur en á plöntum sem smitaðar voru í ágúst. Ekki fundust nein augljós sambönd á milli uppruna asparklónanna, þ.e. innlands- eða strandklóna, og mismunandi mótstöðu gagnvart asparryði. Auk þess gáfu niður- stöðurnar í skyn að sumir aspar- klónanna væru að auka frostþol sitt seinna um haustið, þrátt fyrir að vera sýktir af asparryði. Þetta gæti bent til þess að sýktar aspir seinki frostþolsmyndun sinni fremur. Til þess að hægt sé að álykta frekar um þetta þá þyrfti ítarlegri rannsóknir. Lokaorð Meginniðurstöður verkefnisins voru að asparryð hefur neikvæð áhrif á frostþol alaskaaspar að hausti til og áhrifin eru óháð uppruna aspar- klónanna eða smitmagni, þ.e. ef klónarnir voru yfirhöfuð næmir fyrir asparryði þá dró úr frostþoli þeirra í september. Niðurstöðurnar benda til þess að erfitt gæti verið að koma í veg fyrir auknar frostskemmdir af völdum asparryðs með klónavali, nema með vali á klónum með algjört ónæmi gegn asparryði. Sjaldan er þó ráðlagt að velja klóna með algjört ónæmi gegn sjúkdómum vegna hættu á þeir missi mótstöðuna ef skaðvaldurinn þróast. Áhugavert væri að kanna hvort að asparryð seinki eingöngu frostþolsmyndun sýktra aspa. 4. mynd. Meðalfrostskemmdir milli frost- þolsprófana, þ.e. mismunandi tímasetninga frystinga. Dökkgrár súlur tákna plöntur smitaðar í júlí, ljósgráar súlur tákna plöntur smitaðar í ágúst. Mismunandi bókstafur fyrir ofan súlu sýnir marktækan mun milli frostþolsprófana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.