Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 25

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 25
Rit Mógilsár 27/2012 25 Útdráttur Þéttleiki og fjölbreytileiki svepprótar var rannsakaður í misgömlum birki- skógum (Betula pubescens) og lerki- skógum (Larix sibirica) á Fljótsdals- héraði, auk þess sem skóglaust mó- lendi var haft til samanburðar. For- ræktaðar lerki- og birkiplöntur voru gróðursettar í örvistir með jarðvegi úr fjórum misgömlum lerkiteigum (13, 21, 40 og 53 ára), tveimur mis- gömlum birkiteigum (21 og >100 ára) og mólendi. Plönturnar voru vaktaðar og svepprót sem myndaðist á þeim kortlögð á hálsmánaðar fresti yfir sex mánaða tímabil. Einnig voru rótarsýni tekin úr lerkiteigunum fjórum, svepprætur greindar og taldar. Helstu niðurstöðurnar voru að: a) marktækt minni þéttleiki sveppróta var hjá birki- og lerkiplöntum sem gróðursettar voru í jarðveg frá skóg- lausum svæðum en ef plönturnar voru gróðursettar í skógarjarðveg. b) Báðar trjátegundirnar mynduðu álíka mikil svepprótatengsl svepp- róta þegar þær voru gróðursettar í jarðveg úr sama aldursflokki hinnar skógargerðarinnar og þegar þær voru gróðursettar í jarðveg úr sinni eigin skógargerð. c) Örvistir reyndust gott rannsóknatæki til að meta þéttleika svepprótasmits í skógi. d) Þéttleiki svepprótar var marktækt meiri á innlendu trjá- tegundinni (birki) heldur en þeirri innfluttu (lerki). e) Þéttleiki út- rænnar svepprótar lerkis breyttist mikið með aldri skóganna. Þéttleiki jókst í fyrstu með aldri, en þegar vaxtarhraði trjánna byrjaði að minnka þá dró aftur úr þéttleika svepprótar. Inngangur Skógrækt á Íslandi hefur aukist mikið á undanförnum áratugum (Jón Geir Pétursson, 1999) og um leið hefur notkun á erlendum trjá- tegundum margfaldast. Í dag eru sitkagreni (Picea sitchensis), lerki (Larix sibirica) og stafafura (Pinus contorta), sem eru innfluttar tegundir, ásamt innlenda birkinu (Betula pubescens) algengustu tegundirnar í skógrækt á Íslandi (Einar Gunnarsson, 2011). Vegna þess hversu mikið er gróður- sett af erlendum trjátegundum hér á landi er mikilvægt að rannsaka hvort þær hafa öll þau umhverfisskilyrði sem þær þurfa til þess að dafna vel. Veðurfarslegir þættir eru mikilvægir en það er þekkt að ýmsir líffræðilegir þættir skipta ekki síður máli þegar tegundir eru fluttar út fyrir sitt náttúrlega útbreiðslusvæði (sjá t.d. Kimmins, 2004). Í verkefninu SKÓG- VIST voru ýmsar breytingar á líf- fræðilegum fjölbreytileika í kjölfar skógræktar rannsakaðar, til að mynda breytingar á fuglalífi, skor- dýralífi og gróðurfari (Ásrún Elmars- dóttir o.fl, 2003; Bjarni D. Sigurðs- son og Ásrún Elmarsdóttir, 2006; Ásrún Elmarsdóttir o.fl., 2011). Þó er ýmsum spurningum enn ósvarað, svo sem hvað gerist hjá örverunum í jarðveginum þegar skógur vex á áður skóglausu landi. Þessi rannsókn var hugsuð sem mikilvægt innlegg í Þróun sveppróta í misgömlum lerki- og birkiskógum Brynja Hrafnkelsdóttir1, Bjarni Diðrik Sigurðsson2 og Edda S. Oddsdóttir1 1Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; 2 Landbúnaðarháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.