Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 26
26 Rit Mógilsár 27/2012
þá þekkingu.
Samlífi eða samkeppni við aðrar
tegundir, á nýjum vaxtarstað, geta
skipt sköpum um hvort innflutt
tegund þrífist. Sem dæmi um mikil-
vægt samlífi má nefna að á seinni
árum hefur komið í ljós að afar þýð-
ingarmikið er að sveppategundir sem
geta myndað svokallaðar svepp-
rætur séu til staðar til að tré geti
þrifist og vaxið vel (Carpenter o.fl.,
2004; Dunstan o.fl., 1998; Smith &
Read, 2008). Svepprætur eru samlífi
sveppa og trjáa, staðsett á fínrótum
trjánna, þar sem báðir aðilar
hagnast. Sveppurinn útvegar trénu
vatn og næringarefni og í staðinn
fær hann sykrur frá trénu (Smith &
Read, 2008). Það var því mjög
áhugavert að bera saman svepp-
rætur innflutta lerkisins við innlenda
birkið í þessari rannsókn.
Það hefur komið fram í rannsóknum
að íslenska birkið virðist hafa mun
meira af svepprótartegundum á sér
hérlendis heldur en innfluttar trjá-
tegundir, til að mynda greni- (Picea
spp.), lerki- (Larix spp.) eða furu-
tegundir (Pinus spp.) (Sigurbjörn
Einarsson, 1985). Eitthvað af
þessum mun má reyndar rekja til
þess að almennt eru fleiri svepp-
rótartegundir þekktar á birki en til
dæmis á lerki þar sem báðar
tegundir vaxa saman erlendis
(Agerer, 1987-2008). Erlendar rann-
sóknir hafa þó sýnt að tré sem eru
innflutt eigi það til að hafa færri
svepprótartegundir á sér heldur en
þau hafa í heimalöndum sínum,
hugsanlega vegna þess að sumar
svepprótartegundir séu ekki til
staðar á nýja svæðinu (Lu et al.
1999; Barroetaveña o.fl. 2007).
Hér á landi voru aðeins þrjár svepp-
rótartegundir þekktar sem fylgja
lerki (Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
munnl.heimild). Erlendis eru þær
hinsvegar ellefu (Agerer, 1987-
2008). Það er því líklegt að
einhverjar af þeim ellefu svepprótar-
tegundum sem hafa fundist á lerki
erlendis séu ekki komnar til Íslands.
Efni og aðferðir
Rannsóknarsvæðið
Rannsóknarsvæðið er staðsett við
Lagafljót austur á Fljótsdalshéraði. Á
rannsóknarsvæðinu eru átta mæli-
teigar sem ná frá Buðlungavöllum
(syðsti) að Mjóanesi (nyrsti). Teig-
arnir eru í tveimur birkilundum (21
og >100 ára), fjórum lerkilundum
(13, 21, 40 og 53 ára) og mólendi.
Lerkið var gróðursett í land sem var
sambærilegt við mólendið.
Svæðið og teigarnir voru valdir
vegna þess að þarna hafa áður farið
fram miklar rannsóknir í rannsóknar-
verkefninu Skógvist (Ásrún Elmars-
dóttir o.fl., 2003), eins og hefur áður
komið fram. Mikið magn upplýsinga
lá því fyrir um mæliteigana.
Notaðar voru tvær mismunandi að-
ferðir til að rannsaka svepprót í
verkefninu. Annarsvegar voru rann-
sakaðar svepprætur á rótum plantna
ræktaðar í örvistum og hinsvegar
voru rannsökuð sýni af rótum lerki-
trjáa úr skógi.
Örvistir (microcosms)
Jarðvegssýnum var safnað í ágúst
2005 við fimm línur sem höfðu verið
lagðar tilviljunarkennt út í hverjum
af sjö rannsóknarteigum í Skóg-
vistarverkefninu (sjá t.d. Ásrún
Elmarsdóttir o.fl., 2007). Notaðar
voru flatar örvistir sem voru útbúnar
með því að setja þunnt lag af jarð-
vegi úr tilraunarteigunum á milli
tveggja 20x20 cm flatra
plexíglersplatna. Plöturnar voru að-
skildar með plastkubbum. Þetta er
rannsóknaaðferð sem talsvert hefur
verið beitt í svepprótarannsóknum