Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 26

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 26
 26 Rit Mógilsár 27/2012 þá þekkingu. Samlífi eða samkeppni við aðrar tegundir, á nýjum vaxtarstað, geta skipt sköpum um hvort innflutt tegund þrífist. Sem dæmi um mikil- vægt samlífi má nefna að á seinni árum hefur komið í ljós að afar þýð- ingarmikið er að sveppategundir sem geta myndað svokallaðar svepp- rætur séu til staðar til að tré geti þrifist og vaxið vel (Carpenter o.fl., 2004; Dunstan o.fl., 1998; Smith & Read, 2008). Svepprætur eru samlífi sveppa og trjáa, staðsett á fínrótum trjánna, þar sem báðir aðilar hagnast. Sveppurinn útvegar trénu vatn og næringarefni og í staðinn fær hann sykrur frá trénu (Smith & Read, 2008). Það var því mjög áhugavert að bera saman svepp- rætur innflutta lerkisins við innlenda birkið í þessari rannsókn. Það hefur komið fram í rannsóknum að íslenska birkið virðist hafa mun meira af svepprótartegundum á sér hérlendis heldur en innfluttar trjá- tegundir, til að mynda greni- (Picea spp.), lerki- (Larix spp.) eða furu- tegundir (Pinus spp.) (Sigurbjörn Einarsson, 1985). Eitthvað af þessum mun má reyndar rekja til þess að almennt eru fleiri svepp- rótartegundir þekktar á birki en til dæmis á lerki þar sem báðar tegundir vaxa saman erlendis (Agerer, 1987-2008). Erlendar rann- sóknir hafa þó sýnt að tré sem eru innflutt eigi það til að hafa færri svepprótartegundir á sér heldur en þau hafa í heimalöndum sínum, hugsanlega vegna þess að sumar svepprótartegundir séu ekki til staðar á nýja svæðinu (Lu et al. 1999; Barroetaveña o.fl. 2007). Hér á landi voru aðeins þrjár svepp- rótartegundir þekktar sem fylgja lerki (Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, munnl.heimild). Erlendis eru þær hinsvegar ellefu (Agerer, 1987- 2008). Það er því líklegt að einhverjar af þeim ellefu svepprótar- tegundum sem hafa fundist á lerki erlendis séu ekki komnar til Íslands. Efni og aðferðir Rannsóknarsvæðið Rannsóknarsvæðið er staðsett við Lagafljót austur á Fljótsdalshéraði. Á rannsóknarsvæðinu eru átta mæli- teigar sem ná frá Buðlungavöllum (syðsti) að Mjóanesi (nyrsti). Teig- arnir eru í tveimur birkilundum (21 og >100 ára), fjórum lerkilundum (13, 21, 40 og 53 ára) og mólendi. Lerkið var gróðursett í land sem var sambærilegt við mólendið. Svæðið og teigarnir voru valdir vegna þess að þarna hafa áður farið fram miklar rannsóknir í rannsóknar- verkefninu Skógvist (Ásrún Elmars- dóttir o.fl., 2003), eins og hefur áður komið fram. Mikið magn upplýsinga lá því fyrir um mæliteigana. Notaðar voru tvær mismunandi að- ferðir til að rannsaka svepprót í verkefninu. Annarsvegar voru rann- sakaðar svepprætur á rótum plantna ræktaðar í örvistum og hinsvegar voru rannsökuð sýni af rótum lerki- trjáa úr skógi. Örvistir (microcosms) Jarðvegssýnum var safnað í ágúst 2005 við fimm línur sem höfðu verið lagðar tilviljunarkennt út í hverjum af sjö rannsóknarteigum í Skóg- vistarverkefninu (sjá t.d. Ásrún Elmarsdóttir o.fl., 2007). Notaðar voru flatar örvistir sem voru útbúnar með því að setja þunnt lag af jarð- vegi úr tilraunarteigunum á milli tveggja 20x20 cm flatra plexíglersplatna. Plöturnar voru að- skildar með plastkubbum. Þetta er rannsóknaaðferð sem talsvert hefur verið beitt í svepprótarannsóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.