Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 95

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 95
Rit Mógilsár 27/2012 95 því flokkast slíkt frekar undir markmiðasetningu en markaðsmál. Út frá markaðsmálum er eðlilegt að leggja mesta áherslu á hraðvaxta og framleiðslumiklar tegundir og kvæmi. Hátt hlutfall bein- vaxinna trjáa er æskilegt, en umtalsverð verðmæti geta verið í timbrinu þótt trén séu ekki gallalaus. Eftirspurnin eftir lífmassa hvetur sérstak- lega til ræktunar á tegundum og kvæmum sem eru hraðvaxta í æsku og jafn- framt styttingu lotulengdar. Það er skekkja að hugsa alla skógrækt í 80- 150 ára lotum. Fátt virðist t.d. mæla gegn því að gera ráð fyrir 20-30 ára lotu hjá alaskaösp eða 30-50 árum hjá lerki og stafafuru. Í íslenskri skógrækt gefa greni- tegundir hæst hlutfall beinvaxinna trjáa og verða því þegar fram líða stundir hvað verðmætastar upp- sprettur borðviðar. Lotulengd verður þó vart innan við 70 ár hjá sitkagreni á bestu svæðum og mun lengri á lakari svæðum og hjá öðrum greni- tegundum, s.s. rauðgreni. Í ræktun þeirra felst því fjárfesting til lengri tíma en hjá ösp, lerki eða furu. Sé tíminn tekinn með í reikninginn virðist ósennilegt að það borgi sig frekar að rækta greni til borðviðar- framleiðslu en ösp til massafram- leiðslu svo dæmi sé tekið. Tegundir og kvæmi sem hvorki verða stórvaxnar né beinvaxnar, s.s. birki, reyniviður, elri, bergfura, mýralerki, o.fl. lauf- og barrtré, eru erfiðari viðfangs á markaðslegum forsendum. Fáar viðartegundir eru þó betri en birki sem arinviður og því ættu að vera möguleikar í birkirækt (eða hengibjörk), ekki síst í grennd við helstu frístundabyggðir landsins. Handverksmarkaðurinn er hins vegar afar lítill og því vart hægt að byggja skógrækt á þörfum hans nema í undantekningatilvikum. Eiginleikar tegunda og kvæma Eiginleikar þeirra tegunda og kvæma sem völ er á að rækta hérlendis falla misvel að mismunandi markmiðum, framboði á landi og markaði. Við mat á því hversu vel þetta fellur allt saman er nauðsynlegt að ímynda sér að til sé ein besta mögulega lausn (tegund, kvæmi, klónn, tegunda- blanda, sambland undirbúnings lands og tegundavals ofl.), önnur sem er næstbest o.s.frv. Vaknar þá spurningin hvenær réttlætanlegt sé að velja næstbestu lausnina í stað þeirrar bestu. Það ætti helst að vera sjaldan en er þó stundum óhjá- kvæmilegt, t.d. þegar besta lausnin er ófáanleg. Stundum er jafnvel æskilegt að velja ekki bestu lausnina, t.d. til að auka fjölbreytni í þágu öryggissjónarmiða. Auk þess nægir staða þekkingar oft ekki til þess að auðvelt sé að greina á milli gæða mögulegra bestu og næst- bestu lausna. Þriðja besta eða þaðan af lakari lausnir eru sjaldnast rétt- lætanlegar. Sem dæmi má nefna að á landi sem hentar greni og þar sem markmið er að framleiða bæði lífmassa og borðvið, er hægt að ímynda sér að 2. mynd. Viðarsala árið 2010 sýnir að langmest eftirspurn er eftir viði sem lífmassa (upplýsingar úr bókhaldi Skógræktar ríkisins).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.