Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 54
54 Rit Mógilsár 27/2012
Útdráttur
Ryðsveppurinn asparryð (Melamp-
sora larici-populina) fannst fyrst á
Íslandi árið 1999 og hefur síðan þá
valdið skemmdum á öspum.
Afleiðingar asparryðs geta verið
minni ljóstillífunargeta, snemmbúið
lauffall, minni vöxtur, minni viðar-
gæði, tré geta orðið móttækilegri
gagnvart öðrum sjúkdómum og
skaðvöldum auk þess sem asparryð
er einnig hugsanlega talið geta
minnkað frostþol aspa. Til þess að
ákvarða áhrif asparryðs á frostþol
aspa að hausti til hérlendis, voru
aspir smitaðar með asparryði á
tveimur mismunandi tímum yfir
vaxtartímann og síðan var frostþol
aspanna ákvarðað með frostþols-
prófunum á mismunandi tímum um
haustið. Meginniðurstöður verk-
efnisins voru að asparryð hefur áhrif
á frostþol aspa að hausti til.
Inngangur
Ryðsveppurinn asparryð (Melamp-
sora lar ic i -popul ina) ve ldur
skemmdum í asparræktun víðsvegar
í heiminum (Major o.fl. 2010).
Afleiðingar asparryðs geta verið
minni ljóstillífunargeta, snemmbúið
lauffall, minni vöxtur, minni viðar-
gæði, tré geta orðið móttækilegri
gagnvart öðrum sjúkdómum og
skaðvöldum og er einnig talið að
hann geti haft áhrif á frostþol aspa
(Gérard o.fl. 2006, Steenackers o.fl.
1996, Thielges & Adams 1975).
Asparryð fannst fyrst á Íslandi árið
1999 og hefur síðan þá valdið
skemmdum á öspum (Guðmundur
Halldórsson o.fl. 2001). Margir
asparklónar sem notaðir eru hér-
lendis í skógrækt eru næmir
gagnvart asparryði, jafnframt eru
margir þeirra einnig viðkvæmir
gagnvart frostskemmdum að hausti
eða vori til (Halldór Sverrisson o.fl.
2006). Árið 2010 var óvenju mikið
um asparryð hérlendis. Vorið 2011
voru frostskemmdir í öspum mjög
áberandi og var talið að asparryð
gæti hafa haft áhrif á frostþol
aspanna og því hefðu frostskemmdir
verið mun áberandi en áður.
Markmið þessa verkefnis var að
ákvarða áhrif asparryðs á frost-
þol aspa að hausti til,
kanna hvort það sé samband á
milli asparryðs og frostskemmda
í öspum,
kanna hvort mismunandi smit-
unartími yfir sumartímann hafi
mismunandi áhrif á frosþol aspa
kanna hvort mismunandi fryst-
ingardagar hafi áhrif á upp-
byggingu frostþols í sýktum
öspum.
Efni og aðferðir
Fjórir asparklónar voru notaðir í
þessa tilraun, klónarnir ‘Pinni’, ‘Súla’,
‘ Halla’ og ‘Sæland’. Plönturnar voru
smitaðar með asparryðssmiti, annars
vegar í byrjun júlí og hinsvegar í
byrjun ágúst. Ósmitaðar plöntur
Áhrif asparryðs á frostþol aspa að hausti
Helga Ösp Jónsdóttir1, Iben M. Thomsen2, Halldór Sverrisson3,4 og Jon K.
Hansen2
1Faculty of Life Sciences , University of Copenhagen, 2Forest and Landscape,
Faculty of Life Sciences, University of Copenhagen3Rannsóknastöð skógræktar,
Mógilsá; 4Landbúnaðarháskóli Íslands