Rit Mógilsár - 2013, Page 19

Rit Mógilsár - 2013, Page 19
Rit Mógilsár 27/2012 19 er þó ekki óbrigðult. Bæði kemur hringbörkun ekki alveg í veg fyrir flutning sykra til róta og síðan er ljóst að aspir sem eru tengdar hver annarri, í gegnum annað hvort rótartengsl (e: grafting) eða með því að deila með sér svepprótum, geta skipst á sykrum í gegnum tengslin. Önnur algeng leið er að nota plöntueitur sem borið er á stubbinn í þó nokkrum styrkleika strax eftir fellingu. Þetta getur gefið góða raun, en hefur þó sýnt sig geta einnig stórskemmt eða jafnvel drepið önnur aspartré í næsta nágrenni, sem geta þá fengið eitrið í sig í gegnum áðurnefnd rótartengsl (1. mynd). Markmiðið með þessari rannsókn var að reyna að þróa nýja aðferð til að koma í veg fyrir endurvöxt alaska- aspar með rótarskotum eftir fellingu. Aðferðir Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti (stundum nefndur Espiholt) var gróðursettur í 14,5 ha þökuskorið tún vorið 1990 með einum klóni af alaskaösp (Iðunni). Árin 2004 og 2005 var hann grisjaður í fyrsta skipti, úr 10.000 trjám á ha niður í 2.000 tré á ha (Jón Ágúst Jónsson, 2007; Jón Ágúst Jónsson og Bjarni D. Sigurðsson, 2010). Við undirbúning grisjunarinnar varð talsverð umræða um það hvort óhætt væri að nota plöntueitur beint á stubbinn til að draga úr myndun rótarskota eftir grisjun. Vegna slæmrar reynslu af aðferðinni var það ekki talið óhætt, en ákveðið að gera tilraunir á minna svæði til að finna aðferð sem gæfi góðan árangur án þess að skaða trén sem standa í skóginum eftir grisjun. Aðferðin sem þróuð var fólst í því að í stað þess að bera eitur beint á stofninn í talsverðum styrkleika strax við fellingu, var beðið með eitrunina þar til að nýir sprotar tóku að myndast á rótarhálsi asparinnar ári síðar. Með því að láta laufblöð taka upp eitrið var styrkleiki eitursins takmarkaður og þannig dregið úr áhættunni að eitrið bærist til annarra trjáa með rótartengslum. Reynd voru tvö plöntueitur (Roundup og Herbamix) í fjórum mismunandi styrkleikum, alls 8 ólíkar meðferðir auk samanburðar þar sem ekkert var gert. Lögð var út hefðbundin blokkatilraun með fjórum blokkum og 10 felldum öspum í hverri meðferð. Alls voru því 120 felld tré notuð í verkefnið. Meðferðin fór fram um miðjan júní 2005. Eitrið var borið á með kalkkústi (ein pensil- fylling á lauf og sprota per tré). Notaðir voru fjórir styrkleikar: 0,2% (staðalstyrkur), 0,4%, 0,7% og 1,4% af virku efni af Roundup, 0,1% (staðalstyrkur), 0,2%, 0,5% og 1,0% af virku efni af Herbamix. Lifun rótarskota aspar 2. mynd. Dánartala asparstubba ári eftir eitrun með fjórum styrkleikum af Herbamix (0,1%, 0,2%, 0,5% og 1,0% af virka efninu) eða Roundup (0,2%, 0,4%, 0,7% og 1,4% af virka efninu).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.