Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 72
72 Rit Mógilsár 27/2012
Útdráttur
Hlutverk landshlutaverkefna í
skógrækt (LHV) samkvæmt lögum
nr. 95/2006 er að stuðla að eflingu
atvinnulífs á starfssvæðum sínum
ásamt uppbyggingu skógarauðlindar.
Fyrsti hluti þessarar rannsóknar sem
hér er kynnt tekur saman yfirlit um
þau störf sem LHV hafa greitt fyrir
og eru tengd uppbyggingu skóganna
á landsvísu.
Upplýsingar voru fengnar úr bókhaldi
LHV með úrtaki jarða sem voru í
framkvæmdum á hverju ári, alls 695
jarðir á tíu árum um allt land. Allar
upplýsingar um vinnu á viðkomandi
jörð voru skráðar svo sem fjöldi
plantna sem var gróðursettur og
verkþættir í tengslum við gróður-
setningu. Öll jarðvinnsla og slóða-
gerð sem greitt var fyrir af LHV var
skráð ásamt girðingavinnu, grisjun
og umhirðu skóga auk ársverka
starfsmanna LHV. Tímaútreikningar
voru byggðir á reynslutölum og
töxtum LHV.
Ársverk í skógrækt greidd af LHV
voru að meðaltali 56,1 á árunum
2001 til 2010. Þar af voru 36,8
ársverk unnin á skógarjörðum og
19,2 ársverk voru unnin af starfs-
mönnum LHV. Ársverk greidd af LHV
voru flest árið 2007 eða 69,1 en
fækkaði síðan fram til 2010 þegar
ársverk voru 46,6. Í næstu áföngum
rannsóknarinnar verða ólaunuð árs-
verk skógarbænda metin, auk af-
leiddra starfa sem skapast hafa í
kringum starfssemi LHV, t. d. við
plöntuframleiðslu og fleira.
Inngangur
Saga skógræktar á Íslandi nær rúm
hundrað ár aftur í tímann en
bændaskógrækt með aðkomu
ríkisins á sér styttri sögu. Almennt er
talað um upphaf bændaskógræktar
með aðkomu ríkisins þegar Fljóts-
dalsáætlun var hrint í framkvæmd
árið 1970 (Sigurður Blöndal & Skúli
Björn Gunnarsson, 1999). Á árunum
1991 til 2001 voru síðan sett lög um
fimm landshlutabundin skógræktar-
verkefni um allt land (Ríkisendur-
skoðun, 2004) sem voru síðan
endurskoðuð og samræmd með
lögum um landshlutaverkefni í skóg-
rækt nr. 95/2006. Þessi fimm lands-
hlutaverkefni í skógrækt hafa það
hlutverk að treysta byggð og efla
atvinnulíf á starfssvæðum sínum
ásamt því að skapa skógarauðlind á
Íslandi og rækta fjölnytjaskóga og
skjólbelti.
Í þessari grein er sagt frá fyrstu
niðurstöðum úr rannsókn á því
hvernig til hefur tekist með að
uppfylla lagalegt hlutverk LHV í
atvinnuuppbyggingu. Rannsóknin er
MS verkefni fyrsta höfundar við
Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem
rannsakað er hvaða áhrif lands-
hlutaverkefni í skógrækt hafa haft á
atvinnuuppbyggingu á starfssvæðum
sínum eins og kveður á um í lögum
nr. 95/2006. Þessi fyrsti hluti
rannsóknarinnar nær eingöngu til
þeirra starfa sem LHV hafa greitt
fyrir og eru þau störf fyrst og fremst
tengd uppbyggingu skóganna.
Fjöldi starfa í skógrækt á vegum landshlutaverkefna í
skógrækt
Lilja Magnúsdóttir1, Daði Már Kristinsson2 og Bjarni Diðrik Sigurðsson1
1Landbúnaðarháskóla Íslands; 2Háskóla Íslands