Rit Mógilsár - 2013, Side 72

Rit Mógilsár - 2013, Side 72
 72 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Hlutverk landshlutaverkefna í skógrækt (LHV) samkvæmt lögum nr. 95/2006 er að stuðla að eflingu atvinnulífs á starfssvæðum sínum ásamt uppbyggingu skógarauðlindar. Fyrsti hluti þessarar rannsóknar sem hér er kynnt tekur saman yfirlit um þau störf sem LHV hafa greitt fyrir og eru tengd uppbyggingu skóganna á landsvísu. Upplýsingar voru fengnar úr bókhaldi LHV með úrtaki jarða sem voru í framkvæmdum á hverju ári, alls 695 jarðir á tíu árum um allt land. Allar upplýsingar um vinnu á viðkomandi jörð voru skráðar svo sem fjöldi plantna sem var gróðursettur og verkþættir í tengslum við gróður- setningu. Öll jarðvinnsla og slóða- gerð sem greitt var fyrir af LHV var skráð ásamt girðingavinnu, grisjun og umhirðu skóga auk ársverka starfsmanna LHV. Tímaútreikningar voru byggðir á reynslutölum og töxtum LHV. Ársverk í skógrækt greidd af LHV voru að meðaltali 56,1 á árunum 2001 til 2010. Þar af voru 36,8 ársverk unnin á skógarjörðum og 19,2 ársverk voru unnin af starfs- mönnum LHV. Ársverk greidd af LHV voru flest árið 2007 eða 69,1 en fækkaði síðan fram til 2010 þegar ársverk voru 46,6. Í næstu áföngum rannsóknarinnar verða ólaunuð árs- verk skógarbænda metin, auk af- leiddra starfa sem skapast hafa í kringum starfssemi LHV, t. d. við plöntuframleiðslu og fleira. Inngangur Saga skógræktar á Íslandi nær rúm hundrað ár aftur í tímann en bændaskógrækt með aðkomu ríkisins á sér styttri sögu. Almennt er talað um upphaf bændaskógræktar með aðkomu ríkisins þegar Fljóts- dalsáætlun var hrint í framkvæmd árið 1970 (Sigurður Blöndal & Skúli Björn Gunnarsson, 1999). Á árunum 1991 til 2001 voru síðan sett lög um fimm landshlutabundin skógræktar- verkefni um allt land (Ríkisendur- skoðun, 2004) sem voru síðan endurskoðuð og samræmd með lögum um landshlutaverkefni í skóg- rækt nr. 95/2006. Þessi fimm lands- hlutaverkefni í skógrækt hafa það hlutverk að treysta byggð og efla atvinnulíf á starfssvæðum sínum ásamt því að skapa skógarauðlind á Íslandi og rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti. Í þessari grein er sagt frá fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á því hvernig til hefur tekist með að uppfylla lagalegt hlutverk LHV í atvinnuuppbyggingu. Rannsóknin er MS verkefni fyrsta höfundar við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem rannsakað er hvaða áhrif lands- hlutaverkefni í skógrækt hafa haft á atvinnuuppbyggingu á starfssvæðum sínum eins og kveður á um í lögum nr. 95/2006. Þessi fyrsti hluti rannsóknarinnar nær eingöngu til þeirra starfa sem LHV hafa greitt fyrir og eru þau störf fyrst og fremst tengd uppbyggingu skóganna. Fjöldi starfa í skógrækt á vegum landshlutaverkefna í skógrækt Lilja Magnúsdóttir1, Daði Már Kristinsson2 og Bjarni Diðrik Sigurðsson1 1Landbúnaðarháskóla Íslands; 2Háskóla Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.