Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 59
Rit Mógilsár 27/2012 59
mældar. Bent er á að hægt er að sjá
ýtarlegar niðurstöður frá hverjum
tilraunastað í Riti Rannsóknarstöðvar
skógræktar Mógilsár nr. 25/2011
(Halldór Sverrisson, Aðalsteinn
Sigurgeirsson og Helga Ösp
Jónsdóttir 2011) en hér verður
eingöngu stiklað á stóru og farið yfir
helstu niðurstöður.
Efni og aðferðir
Gróðursett var í asparklóna-
tilraunirnar á árunum 1992 og 1993.
Árið 1995 var gróðursett aftur í
nokkrar tilraunir sem höfðu farið illa
í hörðu haustfrosti 1993. Alls voru
46 asparklónar valdir í tilraunirnar
og eru allt að 40 klónar á hverjum
tilraunastað. Í 1. töflu má finna yfirlit
yfir þá asparklóna sem teknir voru
með í tilraunina. Í hverri tilraun eru
10 blokkir og í hverri blokk kemur
hver klónn einu sinni fyrir, fjórar
plöntur í röð. Tilraunastaðirnir eru
11 talsins og má finna yfirlit yfir
staðina í 2. töflu.
Mælingar fóru fram á árunum 2005,
2006 og 2010. Síðasta árið voru
einungis tilraunirnar á Böðmóðs-
stöðum og í Þrándarholti mældar.
Áður höfðu fjórar tilraunir verið
mældar árið 1999 og nokkrar einnig
2003. Einungis var mæld lifun og
hæð árin 2005 og 2006, en þvermál
í brjósthæð var einnig mælt 2010.
Reynt var að meta kal í sumum
úttektunum og er þess getið í um-
fjöllun um niðurstöður frá hverjum
stað.
Niðurstöður
Belgsholt
Lifun var ekki mjög góð, en þó
greinilega betri hjá innlandsklónum.
Meðalhæð bestu klónanna var ekki
mjög mikil, en af þeim klónum sem
lifðu best eru ‘Pinni’, ‘P8’ og
‘Hallormur’ með mestan hæðarvöxt
(gögn ekki sýnd).
Saursstaðir
Lifun var um og yfir 80% hjá
nokkrum innlandsklónum, en einnig
höfðu nokkrir strandklónar einnig
góða lifun. Þeir klónar sem lifðu
einna best og höfðu nokkuð góðan
hæðarvöxt voru ‘Grund’, ‘Laugarás’,
‘Hallormur’, ’79-11-004’ og
‘Súla’ (gögn ekki sýnd).
Lækur
Lifun hjá nokkrum innlandsklónum
var fremur góð eins og hjá nokkrum
strandklónum. Hæðarvöxtur
asparklónanna á Læk hefur ekki
verið mikill. Klónar með góða lifun
og mestan hæðarvöxt eru ‘Brekkan’,
’83-14-36’, ‘Laugarás’, ‘Pinni’, ’79-04
-001’ og ’79-11-004’ (gögn ekki
sýnd).
Sauðárkrókur
Lifun var frekar slæm í þessari
tilraun. En af þeim klónum sem voru
að lifa best voru innlandsklónarnir
‘Sæland’, ‘Hallormur’, ‘C-06’ og
‘Laugarás’ og strandklónarnir ‘Súla’
og ‘Keisari’. Á Sauðárkróki var kal
einnig metið sem ætti að segja jafn
mikið til um hvaða klóna ætti að
velja eins og hæðin. Þeir klónar sem
höfðu ekkert eða nánast ekkert kal
voru ‘Sæland’ og ‘Keisari’ (gögn ekki
sýnd).
Vaglir á Þelamörk
Innlandsklónar höfðu áberandi bestu
lifunina þó svo að lifunin hafi verið
slök í heildina. Af þeim klónum sem
höfðu góða lifun og með góðan
hæðarvöxt eru ‘Randi’, ‘79-11-004’,
‘Sæland’ og ‘Hallormur’ (gögn ekki
sýnd).
Saltvík
Tveir innlandsklónar eru með bestu