Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 78

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 78
 ljóst að ársverkum fækkaði mikið frá 2007 til ársins 2010 (2. mynd). Ástæðuna má rekja beint til lækkunar fjárframlaga ríkisins til starfsemi LHV „eftir hrun“. Jarðir þar sem eingöngu er stunduð skjólbeltarækt voru ekki teknar með í rannsókninni þar sem mjög mismunandi uppgjörsreglur eru varðandi skjólbelti á milli landshlutaverkefnanna og því erfitt að samræma upplýsingar um vinnustundir í skjólbeltarækt hjá hverju verkefni. Það varð því að samkomulagi milli framkvæmda- stjóra LHV og höfundar að taka þær jarðir ekki með í rannsóknina. Samt sem áður er ljóst að á þessum jörðum er unnin talsverð vinna við skógrækt sem ekki var meðtalin í þessari rannsókn. Verkþættir í skógrækt dreifðust á mismunandi tíma yfir árið (5. mynd). Vinnuálag hjá skógar- bændum var mest á vorin og sumrin en jafnframt er ljóst að vinna við grisjun og umhirðu skóganna mun aukast eftir því sem þeir vaxa upp og vinnuálagið færast yfir á haust og vetur sem því nemur. Þessar niðurstöður eru fyrsti hluti af rannsókn á atvinnuuppbyggingu LHV en í öðrum hluta verður rannsakað hversu mikla vinnu skógarbændur leggja í skóga sína án greiðslu fyrir vinnuframlag sitt. Í þriðja hluta verður síðan rannsakað hversu mörg afleidd störf hafa skapast í kringum starfsemi LHV og í fjórða og síðasta hluta rannsóknarinnar verður reiknuð út þjóðhagsleg arðsemi af skógrækt á vegum landshluta- verkefnanna. Rannsóknin er styrkt af Héraðs- og Austurlandsskógum, Norðurlands- skógum, Skjólskógum á Vest- fjörðum, Suðurlandsskógum, Vestur- landsskógum og Vaxtarsamningi Vestfjarða. Þessum aðilum er þakkað fyrir stuðninginn. Ennfremur er framkvæmdastjórum og starfsfólki landshlutaverkefnanna þakkað fyrir gott samstarf og aðstoð við gagnaöflun og vinnslu rannsóknarinnar. Heimildir Árni Snæbjörnsson, 2002. Framræsla lands - kílræsi. Freyr(6), 27-30. Böðvar Guðmundsson & Lárus Heiðars- son, 2006. Undirbúningur lands til skógræktar. Í Guðmundur Halldórsson (Ritstj.), Skógarbók grænni skógar (137 -145). Akureyri: Landbúnaðarháskóli Íslands. Grétar Einarsson, 2001. Tækni við jarðvinnslu. Ráðunautafundur 2001, 191 -196. Grétar Einarsson & Gísli Sverrisson, 1997. Afköst búvéla. Handbók bænda, 47. árgangur, 137-142. Hreinn Óskarsson, 2000. Undirbúningur gróðursetningar. Handbók bænda, 51. árgangur, 63-64. Jón Birgir Jónsson, Aðalsteinn Sigur- geirsson, Áslaug Helgadóttir, Edda Björnsdóttir, Jón Loftsson, Jón Geir Pétursson, Sveinn Runólfsson, Valgerður Jónsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir & Þorsteinn Tómasson, 2010. Skýrsla nefndar um mörkun langtímastefnu íslenskrar nytjaskógræktar í samræmi við lög um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 95/2006 81 bls. Reykjavík: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið. Lagasafn Alþingis, 2006. Lög um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 95/2006. Ríkisendurskoðun, 2004. Skógrækt. Lagaumhverfi Skógræktar ríkisins og landshlutabundinna skógræktar- verkefna. 51 bls. Reykjavík: Ríkisendur- skoðun. Sigurður Blöndal & Skúli Björn Gunnarsson, 1999. Íslandsskógar hundrað ára saga: Skógrækt ríkisins: Mál og mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.