Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 41

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 41
Rit Mógilsár 27/2012 41 margar aspir orðnar kynþroska, einkum á Akureyri, þar sem trén sluppu við vorhretið 1963. Sérfræðingar frá Mógilsá söfnuðu fræi af trjám á Akureyri sumarið 1979. Ekkert er vitað um feður þeirra afkvæma sem þannig fengust, en þar sem tré á Akureyri eru flest af Kenai-uppruna er líklegt að telja megi þessa klóna til Kenai-klóna. Nokkrir þessara klóna hafa ratað í klónatilraunir Mógilsár (´79-klónar). Árið 1983 var safnað fræi af tré á Hvolsvelli. Það er af klóninum ´Laufey´, sem ættaður er frá Copper River Delta á suðurströnd Alaska. Ekkert er vitað um faðerni að afkvæmum ´Laufeyjar´, en flest tré á Hvolsvelli eru líkt og ´Laufey´ af suðlægum uppruna og feðurnir því líklega ættaðir frá suðurströnd Alaska. Þessi afkvæmi ´Laufeyjar‘ eru svonefndir ´83-klónar í tilraun- um Mógilsár, sem lagðar voru út árin 1992-1995. Fræi var einnig safnað á Mógilsá þegar aspir þar fóru að bera fræ, og eru afkvæmin í safni á Mógilsá og í Haukadal í Biskups- tungum. Stýrðar víxlanir voru fyrst gerðar á Mógilsá 1988 en árið 1995 voru gerðar umfangsmeiri víxlanir milli klóna af suðlægum uppruna í Alaska. Í síðara skiptið var markmiðið að fá fram heppilega klóna fyrir hafræn svæði, einkum á Suðurlandi. Eftir að asparryð barst til landsins árið 1999, var ráðist í umfangsmiklar kynbætur sem höfðu það meðal annars að markmiði að fá fram klóna sem hefðu mótstöðu gegn sjúkdómnum. Í þessu skyni voru framkvæmdar fjölbreyttar víxlanir á árunum 2002, 2004 og 2006. Afkvæmin fóru í tilraunir víða um land (sjá 1. töflu og 1. mynd). Nú er lokið við að velja úrvalstré úr öllum afkvæmatilraununum. Öll valin tré eru sett í safn. Í safninu eru fjögur tré af hverjum klóni og er ætlunin að bera klónana saman með tilliti til ýmissa þátta. Þar er einnig fjöldi þekktra eldri klóna sem hægt er að bera nýju klónana saman við. Þar eru einnig flestir feður og mæður úr víxlununum. Þegar mati á klón- unum er lokið, verða valdir um það bil 40 klónar sem munu fara í tilraunir í öllum landshlutum. Það verður líklega hægt að hefjast handa við þær tilraunir árið 2015. Í 2. töflu sést hve margir klónar voru valdir úr hverri tilraun. Það varð að takmarka fjölda trjáa vegna þess að annars hefði vinna í framhaldinu orðið óviðráðanleg. Miðað var við að endanlegt safn úrvalsklóna teldi í kringum 400 klóna. Í safninu eru reyndar mun fleiri klónar af blendingsöspinni en úr hverri af hinum tilraununum. Við val á trjám voru eftirtalin atriði höfð í huga: 1. Hæð trjánna (vöxtur) 2. mynd. Afkvæmatilraun á Svanshóli í Bjarnarfirði. Plantað 2005 og úrvalstré valin vorið 2011, og er myndin tekin við það tækifæri (Ljósm. Halldór Sverrisson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.