Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 41
Rit Mógilsár 27/2012 41
margar aspir orðnar
kynþroska, einkum á
Akureyri, þar sem trén
sluppu við vorhretið 1963.
Sérfræðingar frá Mógilsá
söfnuðu fræi af trjám á
Akureyri sumarið 1979.
Ekkert er vitað um feður
þeirra afkvæma sem
þannig fengust, en þar
sem tré á Akureyri eru
flest af Kenai-uppruna er
líklegt að telja megi þessa
klóna til Kenai-klóna.
Nokkrir þessara klóna hafa
ratað í klónatilraunir
Mógilsár (´79-klónar).
Árið 1983 var safnað fræi
af tré á Hvolsvelli. Það er af
klóninum ´Laufey´, sem ættaður er
frá Copper River Delta á suðurströnd
Alaska. Ekkert er vitað um faðerni
að afkvæmum ´Laufeyjar´, en flest
tré á Hvolsvelli eru líkt og ´Laufey´
af suðlægum uppruna og feðurnir
því líklega ættaðir frá suðurströnd
Alaska. Þessi afkvæmi ´Laufeyjar‘
eru svonefndir ´83-klónar í tilraun-
um Mógilsár, sem lagðar voru út árin
1992-1995. Fræi var einnig safnað á
Mógilsá þegar aspir þar fóru að bera
fræ, og eru afkvæmin í safni á
Mógilsá og í Haukadal í Biskups-
tungum.
Stýrðar víxlanir voru fyrst gerðar á
Mógilsá 1988 en árið 1995 voru
gerðar umfangsmeiri víxlanir milli
klóna af suðlægum uppruna í Alaska.
Í síðara skiptið var markmiðið að fá
fram heppilega klóna fyrir hafræn
svæði, einkum á Suðurlandi. Eftir að
asparryð barst til landsins árið 1999,
var ráðist í umfangsmiklar kynbætur
sem höfðu það meðal annars að
markmiði að fá fram klóna sem
hefðu mótstöðu gegn sjúkdómnum. Í
þessu skyni voru framkvæmdar
fjölbreyttar víxlanir á árunum 2002,
2004 og 2006. Afkvæmin fóru í
tilraunir víða um land (sjá 1. töflu og
1. mynd).
Nú er lokið við að velja úrvalstré úr
öllum afkvæmatilraununum. Öll valin
tré eru sett í safn. Í safninu eru
fjögur tré af hverjum klóni og er
ætlunin að bera klónana saman með
tilliti til ýmissa þátta. Þar er einnig
fjöldi þekktra eldri klóna sem hægt
er að bera nýju klónana saman við.
Þar eru einnig flestir feður og mæður
úr víxlununum. Þegar mati á klón-
unum er lokið, verða valdir um það
bil 40 klónar sem munu fara í
tilraunir í öllum landshlutum. Það
verður líklega hægt að hefjast handa
við þær tilraunir árið 2015.
Í 2. töflu sést hve margir klónar voru
valdir úr hverri tilraun. Það varð að
takmarka fjölda trjáa vegna þess að
annars hefði vinna í framhaldinu
orðið óviðráðanleg. Miðað var við að
endanlegt safn úrvalsklóna teldi í
kringum 400 klóna. Í safninu eru
reyndar mun fleiri klónar af
blendingsöspinni en úr hverri af
hinum tilraununum.
Við val á trjám voru eftirtalin atriði
höfð í huga:
1. Hæð trjánna (vöxtur)
2. mynd. Afkvæmatilraun á Svanshóli í Bjarnarfirði.
Plantað 2005 og úrvalstré valin vorið 2011, og er
myndin tekin við það tækifæri (Ljósm. Halldór Sverrisson).