Rit Mógilsár - 2013, Side 54

Rit Mógilsár - 2013, Side 54
 54 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Ryðsveppurinn asparryð (Melamp- sora larici-populina) fannst fyrst á Íslandi árið 1999 og hefur síðan þá valdið skemmdum á öspum. Afleiðingar asparryðs geta verið minni ljóstillífunargeta, snemmbúið lauffall, minni vöxtur, minni viðar- gæði, tré geta orðið móttækilegri gagnvart öðrum sjúkdómum og skaðvöldum auk þess sem asparryð er einnig hugsanlega talið geta minnkað frostþol aspa. Til þess að ákvarða áhrif asparryðs á frostþol aspa að hausti til hérlendis, voru aspir smitaðar með asparryði á tveimur mismunandi tímum yfir vaxtartímann og síðan var frostþol aspanna ákvarðað með frostþols- prófunum á mismunandi tímum um haustið. Meginniðurstöður verk- efnisins voru að asparryð hefur áhrif á frostþol aspa að hausti til. Inngangur Ryðsveppurinn asparryð (Melamp- sora lar ic i -popul ina) ve ldur skemmdum í asparræktun víðsvegar í heiminum (Major o.fl. 2010). Afleiðingar asparryðs geta verið minni ljóstillífunargeta, snemmbúið lauffall, minni vöxtur, minni viðar- gæði, tré geta orðið móttækilegri gagnvart öðrum sjúkdómum og skaðvöldum og er einnig talið að hann geti haft áhrif á frostþol aspa (Gérard o.fl. 2006, Steenackers o.fl. 1996, Thielges & Adams 1975). Asparryð fannst fyrst á Íslandi árið 1999 og hefur síðan þá valdið skemmdum á öspum (Guðmundur Halldórsson o.fl. 2001). Margir asparklónar sem notaðir eru hér- lendis í skógrækt eru næmir gagnvart asparryði, jafnframt eru margir þeirra einnig viðkvæmir gagnvart frostskemmdum að hausti eða vori til (Halldór Sverrisson o.fl. 2006). Árið 2010 var óvenju mikið um asparryð hérlendis. Vorið 2011 voru frostskemmdir í öspum mjög áberandi og var talið að asparryð gæti hafa haft áhrif á frostþol aspanna og því hefðu frostskemmdir verið mun áberandi en áður. Markmið þessa verkefnis var að  ákvarða áhrif asparryðs á frost- þol aspa að hausti til,  kanna hvort það sé samband á milli asparryðs og frostskemmda í öspum,  kanna hvort mismunandi smit- unartími yfir sumartímann hafi mismunandi áhrif á frosþol aspa  kanna hvort mismunandi fryst- ingardagar hafi áhrif á upp- byggingu frostþols í sýktum öspum. Efni og aðferðir Fjórir asparklónar voru notaðir í þessa tilraun, klónarnir ‘Pinni’, ‘Súla’, ‘ Halla’ og ‘Sæland’. Plönturnar voru smitaðar með asparryðssmiti, annars vegar í byrjun júlí og hinsvegar í byrjun ágúst. Ósmitaðar plöntur Áhrif asparryðs á frostþol aspa að hausti Helga Ösp Jónsdóttir1, Iben M. Thomsen2, Halldór Sverrisson3,4 og Jon K. Hansen2 1Faculty of Life Sciences , University of Copenhagen, 2Forest and Landscape, Faculty of Life Sciences, University of Copenhagen3Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; 4Landbúnaðarháskóli Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.