Rit Mógilsár - 2013, Síða 38
38 Rit Mógilsár 27/2012
Útdráttur
Alaskaösp fór að bera fræ hér á landi
á áttunda áratug síðustu aldar og þá
var safnað fræi á Akureyri og þannig
urðu fyrstu íslensku klónarnir til,
79‘-klónarnir sem rötuðu í stóru
asparklónatilraunirnar 1992-1995. Í
þeim tilraunum eru líka nokkrir 83‘-
klónar sem ræktaðir voru á Tuma-
stöðum af fræi af klóninum
´Laufeyju‘. Í Haukadal er til safn af
fræplöntum frá Mógilsá.
Laust fyrir 1990 voru fyrstu stýrðu
víxlanir á alaskaösp gerðar á
Mógilsá. Árið 1995 var víxlað saman
nokkrum klónum frá suðurströnd
Alaska. Afkvæmin fóru í tilraunir á
tveim stöðum á Suðurlandi.
Árið 2002 voru valdir úr tilraunum
þrír klónar með sæmilegt ryðþol og
þeim víxlað við ýmsa klóna með
góða ræktunareiginleika. Fleiri víxl-
anir voru gerðar árin 2004 og 2006
og afkvæmunum plantað í tilraunir á
12 stöðum á landinu. Nú er að ljúka
vali á úrvalsklónum úr öllum af-
kvæmatilraunum. Þeir verða settir í
safn og bornir saman með tilliti til
vaxtarhraða, vaxtarforms og ryð-
mótstöðu. Þær athuganir verða svo
grundvöllur til þess að velja 40 klóna
sem fara í prófanir víða um land.
Árið 2007 voru framleiddir tegunda-
blendingar af ösp á Mógilsá, þegar
víxlað var saman sléttuösp (Populus
deltoides) og alaskaösp. Margir
blendinganna eru ónæmir fyrir
asparryði og sýna mikinn vaxtar-
þrótt.
Inngangur
Alaskaösp (Populus balsamifera ssp.
trichocarpa) var fyrst flutt til Íslands
árið 1944. Efniviðurinn kom frá
Kenai-vatni á Kenai-skaga í suður
hluta Alaska. Fyrst í stað uxu þessi
tré vel, en vorið 1963 gerði mikið
norðanáhlaup eftir hlýindi og fór það
illa með öspina á Suður- og Vestur-
landi. Þá var ákveðið að safna ösp
víðar í Suður Alaska þar sem loftslag
er hafrænt. Einkum var safnað á
svæði umhverfis bæinn Cordova og
sunnar við bæinn Yakutat. Margir af
þeim klónum sem síðan hafa verið
notaðir á sunnanverðu landinu eru
frá þessum svæðum (Halldór
Sverrisson o.fl., 2006). Fyrstu ára-
tugina var öspin nær alveg laus við
skaðvalda. Árið 1999 fannst í fyrsta
skipti á Íslandi ryðsveppurinn
asparryð (Melampsora larici-
populina), sem erlendis er mikill
skaðvaldur á sumum aspar-
tegundum. Síðan hefur bæst við
meindýr, asparglytta (Phratora
vitellinae), sem getur valdið skaða á
ösp. Ungar aspir eru einnig étnar af
ertuyglulirfum (Melanchra pisi)
(Bjarni D. Sigurðsson o.fl., 2003,
Hrönn Guðmundsdóttir, 2008).
Áhrifa þessara skaðvalda gætir mest
á Suðurlandi, en mjög mismikið eftir
svæðum. Ástæða er til að taka tillit
til þeirra við val á klónum og í kyn-
bótum.
Asparræktun er stunduð víða um
heim, m.a. til skjólbeltaræktar,
kolefnisbindingar, viðar- og trjá-
kvoðuframleiðslu, (Bjarni D. Sigurðs-
son o.fl., 2005, Snorrason et al.,
2002) eða til orkuefnaframleiðslu
(lífmassaframleiðslu). Einnig er ösp
Kynbætur á ösp
Halldór Sverrisson
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; Landbúnaðarháskóla Íslands