Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 98

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 98
 98 Rit Mógilsár 27/2012 frá lúpínu, síst í rýru mólendi.  Niðurstaða: Alaskaösp er „besta“ tegundin til lífmassaframleiðslu á frjósömu landi. Hún hefur verið gróðursett í blöndu með greni en ekki er víst að það sé skyn- samlegt. Á frjósömu landi ætti e.t.v. frekar að gróðursetja ösp eina og sér ef markmiðið er massaframleiðsla. Grenið mætti hugsanlega frekar gróðursetja með furu ef markmiðið er borð- viðarframleiðsla. Miðað við eftir- spurnina eftir massaviði ætti að auka gróðursetningu alaskaaspar umtalsvert frá því sem verið hefur. Reyniviður og lindifura  Mest notuð: Í yndisskógrækt og til að auka fjölbreytni.  Bestu kvæmi: Ekki þekkt.  Helstu kostir: Fegurð, fæða fyrir dýr og menn, sjálfsáning, verð- mætur viður.  Helstu gallar: Reyniviður er fremur smávaxinn og lindifura er hægvaxta (ekki framleiðslumiklar tegundir)  Land: Reyniviður þarf frjósaman jarðveg til að vaxa vel, lindifura þolir rýrari jarðveg og er a.m.k. jafn frostþolin og stafafura.  Niðurstaða: Þessar tegundir eru meðal þeirra „bestu“ í yndis- skógrækt en mun síðri í fram- leiðslu- eða landgræðsluskógrækt. Eftirspurn eftir afurðum þeirra (handverksviður, furuhnetur) er lítil. Það er af hinu góða að þessar tegundir skuli nýlega hafa orðið tiltölulega mikið gróðursettar miðað við það sem áður var (sem var nánast ekkert). Hins vegar er ekki endilega eðlilegt að það haldi áfram um ókomna tíð. Mikil gróðursetning reyniviðar þýðir sennilega að hann er stundum gróðursettur í of rýrt land. Þá er hæpið að velja lindifuru umfram stafafuru í miklum mæli. Fátt mælir með því að gróðursetning reyniviðar og lindifuru aukist og jafn vel eðlilegt að hún dragist nokkuð saman frá því sem verið hefur, en nemi samt sem áður nokkrum tugum þúsunda plantna á ári til frambúðar. Þekking á að leiða til breytinga Sá tími ætti að vera liðinn að trjátegund sé mikið notuð í skógrækt af þeirri ástæðu einni að hún getur lifað hér. Gera þarf meiri og hnit- miðaðri kröfur. Það er því eðlilegt að sífellt sé verið að meta og endur- meta allar mögulegar tegundir og kvæmi með tilliti til notagildis þeirra í skógrækt í stórum stíl. Á hverjum tíma eru því sumar tegundir á uppleið en aðrar á niðurleið. Nokkrar tegundir sem talsvert hafa verið notaðar nýverið en eru nú á niðurleið eru:  Alaskavíðir: Myndar skammlíf skjólbelti og hefur oft lélega rótarfestu (skjótfenginn gróði er ekki endilega bestur). Aðrar tegundir eru að taka við af honum í skjólbeltarækt.  Blágreni og hvítgreni: Eru 3. og 4. bestu grenitegundirnar og yfirleitt hæpið að velja þær umfram sitkagreni. Blágreni nýtist í yndis- skógrækt og e.t.v. sem jólatré en hvítgreni síður.  Sitkaelri: Því að rækta kjarr þegar hægt er að rækta skóg? Auk þess verður ekki séð að sitkaelri sé neitt duglegra að sá sér en birki eða stafafura, né stórvirkara við að auka frjósemi jarðvegs.  Bergfura: er framleiðslurýr, greinamikil og viðkvæm fyrir Gremmeniellu. Erfitt er að ímynda sér tilvik þar sem hún eigi betur við en stafafura miðað við framleiðslu- og landgræðslu- markmið eða að hún yrði valin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.