Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 59
57
helmingi meiri í B-, C- og D-flokki, sem gengu á ræktuðu landi, en í A-flokki,
sem gekk í úthaga. Auk beinavaxtar hefur vöxtur vöðva og fitu áhrif á hiu
útvortismálin. F-málið, lengd lærisins úr krika á innri hækilbrún, er einkum
athyglisvert. Það hefur breytzt tiltölulega lítið á tilraunaskeiðinu, og er mun-
urinn á því í E-flokki annars vegar og í A-, B- og C-flokki hins vegar ekki
raunhæfur. Aftur á móti er þetta mál raunhæft hærra í D-flokki en í A-, C-
og E-flokki. Vöðvafylling í lærum hefur mikil áhrif á þetta mál. Eftir því sem
krikinn er betur vöðvafylltur, því styttra verður það, en beinalengd eykur
það aftur á móti. Þótt langleggur lambanna í A-, B-, C- og D-flokki hafi lengzt
að meðaltali frá 5.8—9.9 mm á tilraunaskeiðinu, þá hefur F-málið ekki lengzt
nema frá 1.8—8.9 mrn að meðaltali á sama tíma. Hefur því holdfylling læra
aukizt hlutfallslega meira en beinalengdin á tilraunaskeiðinu. Að F-málið
skuli vera raunhæft stærra í D-flokki en í A-, C- og E-flokki, bendir til þess,
að af tilviljun hafi valizt verr vaxin lömb í D-flokk en í hina flokkana við
skiptingu í flokka við byrjun tilraunar. Mjög djúpur brjóstkassi D-flokks-
lambanna styður þetta einnig. Stig fyrir læri eru lægst í A-flokki og raunhæft
lægri en í B-, C- og D-flokki, en þótt E-flokksföllin hafi aðeins hærri lærastig
en A-flokksföllin, þá er sá munur ekki raunhæfur. Læri lambanna, sem gengu
á ræktuðu landi, hafa því greinilega batnað að lögun á tilraunaskeiðinu, en
hinna, sem gengu í úthaga, heldur versnað.
Því nær öll þverskurðarmál fallanna eru raunhæft lægri í E-flokki en í B-,
C- og D-flokki. Þau eru líka öll, nema A-málið, lægri í E-flokki en í A-flokki,
þótt munurinn sé ekki raunhæfur, nema á 4 þeirra, sjá töflu 49 ii. Þessi mál
eru yfirleitt öll lægri í A-flokki en í B-, C- og D-flokki, þótt munurinn á mörg-
um þeirra sé ekki svo mikill, að hann sé raunhæfur. Aftur á móti er mjög lítill
og yfirleitt óraunhæfur munur á þverskurðarmálunum á flokkunum, sem
gengu á ræktuðu landi (B-, C- og D-fh), sjá töflu 49 ii.
Það er sérstaklega athyglisvert, að vöðvamálin hafa hækkað meira á til-
raunaskeiðinu en fitumálin. A- og B-málin eru einvörðungu vöðvamál, en
X-málið er í senn vöðva- og fitumái. Aftur á móti eru C-, D-, J- og Y-málin
eingöngu fitumál. A-málið hefur aukizt tiltölulega lítið á tilraunaskeiðinu,
en B- og X-málin mikið, sjá töflur 49 i og 49 ii, enda er breidd bakvöðvans
(A) bráðþroska eiginleiki, sem fylgir mjög lengdarvexti beina, en þykkt bak-
vöðvans (B) er seinþroska eiginleiki. B-málið er einhver bezti mælikvarði um
kjötgæðin, því að bakvöðvinn verður að vera þykkm, til þess að hægt sé að
fá góða hryggsteik eða rifjasteik (kótilettur) úr lambinu. Einnig er X-málið
góð vísbending um kjötgæðin. Það verður aldrei hátt, nema síðan sé vel
vöðvuð. Hvað vöðvafyllingu varðar, hafa því kjötgæði lambanna, sem gengu
á ræktuðu landi, aukizt til muna á tilraunaskeiðinu. Vöðvafylling A-flokks-
lambanna á baki og síðum hefur einnig aukizt nokkuð á tilraunaskeiðinu, en
læri þeirra virðast ekki hafa batnað.
C-málið, þ. e. þykkt fitulagsins ofan á bakvöðvanum, sjá 1. rnynd, er mikil-
vægasta fitumálið og þarf að vera 3—4 mm á dilkaföllum, sem vega 15—18 kg,
en allt hvað það verður meira, er hætt við að kjötið verði of feitt. J-málið, þ. e.