Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 59

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 59
57 helmingi meiri í B-, C- og D-flokki, sem gengu á ræktuðu landi, en í A-flokki, sem gekk í úthaga. Auk beinavaxtar hefur vöxtur vöðva og fitu áhrif á hiu útvortismálin. F-málið, lengd lærisins úr krika á innri hækilbrún, er einkum athyglisvert. Það hefur breytzt tiltölulega lítið á tilraunaskeiðinu, og er mun- urinn á því í E-flokki annars vegar og í A-, B- og C-flokki hins vegar ekki raunhæfur. Aftur á móti er þetta mál raunhæft hærra í D-flokki en í A-, C- og E-flokki. Vöðvafylling í lærum hefur mikil áhrif á þetta mál. Eftir því sem krikinn er betur vöðvafylltur, því styttra verður það, en beinalengd eykur það aftur á móti. Þótt langleggur lambanna í A-, B-, C- og D-flokki hafi lengzt að meðaltali frá 5.8—9.9 mm á tilraunaskeiðinu, þá hefur F-málið ekki lengzt nema frá 1.8—8.9 mrn að meðaltali á sama tíma. Hefur því holdfylling læra aukizt hlutfallslega meira en beinalengdin á tilraunaskeiðinu. Að F-málið skuli vera raunhæft stærra í D-flokki en í A-, C- og E-flokki, bendir til þess, að af tilviljun hafi valizt verr vaxin lömb í D-flokk en í hina flokkana við skiptingu í flokka við byrjun tilraunar. Mjög djúpur brjóstkassi D-flokks- lambanna styður þetta einnig. Stig fyrir læri eru lægst í A-flokki og raunhæft lægri en í B-, C- og D-flokki, en þótt E-flokksföllin hafi aðeins hærri lærastig en A-flokksföllin, þá er sá munur ekki raunhæfur. Læri lambanna, sem gengu á ræktuðu landi, hafa því greinilega batnað að lögun á tilraunaskeiðinu, en hinna, sem gengu í úthaga, heldur versnað. Því nær öll þverskurðarmál fallanna eru raunhæft lægri í E-flokki en í B-, C- og D-flokki. Þau eru líka öll, nema A-málið, lægri í E-flokki en í A-flokki, þótt munurinn sé ekki raunhæfur, nema á 4 þeirra, sjá töflu 49 ii. Þessi mál eru yfirleitt öll lægri í A-flokki en í B-, C- og D-flokki, þótt munurinn á mörg- um þeirra sé ekki svo mikill, að hann sé raunhæfur. Aftur á móti er mjög lítill og yfirleitt óraunhæfur munur á þverskurðarmálunum á flokkunum, sem gengu á ræktuðu landi (B-, C- og D-fh), sjá töflu 49 ii. Það er sérstaklega athyglisvert, að vöðvamálin hafa hækkað meira á til- raunaskeiðinu en fitumálin. A- og B-málin eru einvörðungu vöðvamál, en X-málið er í senn vöðva- og fitumái. Aftur á móti eru C-, D-, J- og Y-málin eingöngu fitumál. A-málið hefur aukizt tiltölulega lítið á tilraunaskeiðinu, en B- og X-málin mikið, sjá töflur 49 i og 49 ii, enda er breidd bakvöðvans (A) bráðþroska eiginleiki, sem fylgir mjög lengdarvexti beina, en þykkt bak- vöðvans (B) er seinþroska eiginleiki. B-málið er einhver bezti mælikvarði um kjötgæðin, því að bakvöðvinn verður að vera þykkm, til þess að hægt sé að fá góða hryggsteik eða rifjasteik (kótilettur) úr lambinu. Einnig er X-málið góð vísbending um kjötgæðin. Það verður aldrei hátt, nema síðan sé vel vöðvuð. Hvað vöðvafyllingu varðar, hafa því kjötgæði lambanna, sem gengu á ræktuðu landi, aukizt til muna á tilraunaskeiðinu. Vöðvafylling A-flokks- lambanna á baki og síðum hefur einnig aukizt nokkuð á tilraunaskeiðinu, en læri þeirra virðast ekki hafa batnað. C-málið, þ. e. þykkt fitulagsins ofan á bakvöðvanum, sjá 1. rnynd, er mikil- vægasta fitumálið og þarf að vera 3—4 mm á dilkaföllum, sem vega 15—18 kg, en allt hvað það verður meira, er hætt við að kjötið verði of feitt. J-málið, þ. e.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.