Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 59
Ævi og ritstörf Bjarna Jónssonar frá Þuríðarstöðum
með þeim Elín Rósa dóttir þeirra 1 árs. Prests-
þjónustubók Mjóajjarðar segir þau flytjast að
Hólum í Mjóafírði árið 1874. Hafa þau verið á
Þuríðarstöðum laust eftir 1870. A það bendir
sú staðreynd að drengurinn Bjami skyldi ná
að njóta samveru þeirra eins og frásögn hans
sýnir. Til þess þurfti hann greinilega að vera
orðinn nokkuð þroskaður. Hann var fæddur
1862 og frásögnin sýnir þroskaða eftirtekt
og glöggt minni.
Tvítugur hleypti hann heimdraganum og
fór í skólann á Möðruvöllum í Hörgárdal til
tveggja ára dvalar. Þá urðu alger þáttaskil í
lífí hans. Kom þá fram að hann var frábit-
inn búskap og hafði allan hugann við skáld-
skap og bókmenntir. Hann fékkst eftir þetta
við kennslu á vetrum. Síðar minntist hann
námsáranna á Möðruvöllum og félaga þar í
hlýlegu ljóði:
Þegar ég sá Möðruvelli síðast
Þar hefi égfegursta ævina átt,
œttjarðar hallast að brjóstumm mildu.
Þar hefi ég lifað og leikið mér dátt,
lifað með vinum, sem hjarta mitt skildu.
Og uppmna næsta ljóðs má áreiðanlega rekja
til Möðruvalla (handrit);
Söngmannahvöt
Sveinar kátir, syngið
saman förug Ijóð.
Æskusöngvum yngið
elliþrungið blóð.
Þráir söng vor sál,
söngsins unaðsmál.
Eins og örn, er svífur
upp í hæðir blá,
sönglist hugann hrífur
heimi þessum frá.
hratt til hæða ber
hann á vœngjum sér.
(Ljóðmœli 1935, bls. 38 - 39)
A áranum 1884 - 1892 var Bjami við kennslu
á vetmm en heima hjá föður sínum á sumram.
Fyrst kenndi hann 4 ár við barnaskólann á
Eskifírði og síðan 4 ár við farkennslu á Hér-
aði. Hann flutti lögheimili sitt til Reykjavíkur
eftir lát föður síns. Árin 1892 - 1896 kenndi
hann í Flensborg og í Hafnarfírði, sex ár á
Útskálum, tvö ár á Álftanesi og í Reykjavík
frá 1904- 1934.
Hann var meðhjálpari í Dómkirkjunni
frá 1908 - 1943. Ljóð hans frá þessum tíma
bera með sér að hann hefur tekið mikinn þátt
í safnaðarstarfi æskulýðsins. Eftir að kennslu-
störfum lauk vann Bjarni við margvísleg rit-
störf til æviloka. Er ítarleg skrá um þau í
Kennaratali, bls. 66. Þýðingar úr norðurlanda-
málum voru veigamikill þáttur í ritstörfum
Bjama, einkum úr dönsku.
Bjarni var virkur þátttakandi í starfí
K.F.U.M. Ljóð til þeirra samtaka fínnast í
bókinni „77/ ungra manna, kvœði“, sem kom
út 1905. Hér er síðasta ljóðið í bókinni:
Hvöt
Með tvœr hendur tómar, en tápmikla lund
vér tökum til verkanna brœður,
á œvinnar vonglöðu árdegisstund,
en árangri drottinn vor rœður.
Afkappi skal vinna, því listin er iöng
en lífið er fótmáli skemmra.
Að hátt settu marki vér hlaupum vort skeið,
því hátt skildi takmarkið setja,
og aðeins vér sigrum því örðug er leið,
ef engum oss tjáir að letja.
Vér leitum þess eins sem er lofsvert og rétt,
en látum ei berast með straumnum.
57