Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 102
Múlaþing reynt til þess að koma áhöldum um landið og stuðla að menntun ungmenna í vefnaði og spuna. Hér framar var ullarútflutningur frá Aust- urlandi skoðaður með hliðsjón af krambúð- arbókum kaupmanna frá Konungsversluninni fyrri árið 1762. Sambærilegar heimildir hafa varðveist frá Konungsversluninni síðari fyrir Vopnafjörð frá árinu 1786.56 Því miður hefur krambúðarbók fyrir Reyðarfjörð ekki varð- veist, en það hefði verið mjög áhugavert að rýna í hana með hliðsjón af tilraunum Jóns Högnasonar og Eskfirðinganna. Kom í ljós að á sama tíma og tilraunir til eflingar vefnaðar- handverksins virðast að mörgu leyti hafa verið árangurslausar voru ullarvörur enn ráðandi útflutningsvara, meðan útflutningur kjöts og skinns hafði minnkað allnokkuð. Lítum á ullarvörurnar. Enn var það svo að aðeins einn af öllu verslunarsvæðinu lagði inn vaðmál til kaupmanns og engar aðrar vefnaðarvörur komust á blað. Hins vegar lagði um helmingur allra viðskiptamanna inn spunnið garn, bæði úr ull, hör og svoköll- uðu blaar, sem stundum hefur verið nefnt strý á íslensku. Innlegg á óunninni ull hafði minnkað nokkuð og ekki nóg með það, heldur farið að þekkjast að menn tækju út ull, hör eða blaar hjá kaupmanni til þess að vinna úr heima. Prjónavörurnar voru enn algengasta varan og eftir sem áður var vandað prjónles áberandi. Frá sumum bæjum var umtalsvert peysuinnlegg.57 Ein nýjung vekur sérstaka athygli. Greini- lega var farið að leggja stund á svokallaða 56 DRA. Krambodsböger for Island og Finmarken. 1781-94. Fol. 140.D.1.421. Krambods Bog for Wapnefjords Havn 1786. 57 Hrefna Róbertsdóttir: Wool and Society. 245-274. forlagsvinnslu, sérstaklega í tengslum við garnspunann. Þetta var mest áberandi í hrepp- unum nálægt verslunarstaðnum á Vopnafirði. Þar bjó nokkur hópur manna sem keypti hrá- efni hjá kaupmanni og flutti með sér heim, vann úr því og lagði svo inn spunnið garn í verslunina mánuði síðar og sótti sér um leið viðbótarhráefni. Sumir þessara unnu líka daglaunavinnu hjá kaupmanni á versl- unarstaðnum á Vopnafirði. En skipulag vinnu með þessum hætti var ekki bara bundið við kaupmann. Presturinn Arni Þorsteinsson á Hofi í Asbrandsstaðaþingsókn lét t.d. líka ull og hör út á bæi til vinnslu. Afurðirnar voru unnar þar og síðan lagðar inn í reikning prestsins hjá kaupmanni. Hör- og blaarspun- inn var þó umfangsmeiri og virðist hafa verið skipulagðari starfsemi. Ullargarn var líka lagt inn frá fjölda bæja í sýslunni þar sem menn nýttu eigið hráefni. Kom ullargarnið frá stærra svæði en þar sem lögð var stund á hörspuna.58 Það vekur athygli að áður hefur því verið haldið fram að forlagsvinnsla af þessu tagi hafi lítið sem ekkert tíðkast á íslandi, meðan hún hafi verið algeng í Evrópu á þessu tíma- bili.59 Þó hefur verið bent á dæmi sem tengjast Innréttingunum og Eyrarbakkakaupmanni .60 Þessi starfsemi Vopnafjarðarkaupmanns er einnig athyglisverð fyrir það að þarna flutti kaupmaðurinn sérstaklega inn hráefni til frek- ari úrvinnslu á sínum vegum með það að markmiði að flytja hið spunna garn út til notk- unar í vefsmiðjum í Danmörku. Vopnafjörður var ekki löggiltur kaupstaður á þessum tíma 58 Hrefna Róbertsdóttir: Wool and Society. 253-265. 59 Sjá yfirlit yfir umræðu fræðimanna um forlagsvinnslu: Hrefna Róbertsdóttir: „Frumiðnaður á 17. og 18. öld“. íslenskir sagn- frœðingar. II. Viðhorf og rannsóknir. Reykjavík 2002. 348- 351. 60 Lýður Bjömsson: íslands hlutafélag. 71,94-95. - Hrefna Róberts- dóttir: „Hagsvæði, sérhæfing og svæðisbundin þróun á 17. og 18. öld“. 2. íslenska söguþingið 30. maí-1. júní 2002. Ráð- stefnurit II. Reykjavík 2002. 258-261. 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.